Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 71
SKÝRSLUR STARFSMANNA
65
vert uni það, að þær gevmist illa, og einkum er þetta
áberandi í lélegum geymslum; þannig vill það oft
verða þegar þroskunin er léleg.
Ávextir og grænmeti í gróðurhúsum spruttu mjög vel,
og varð uppskeran t. d. á tómötum og gúrkuin mun meiri
en árið áður. Ekki er þetta eingöngu því að þakka, að
uppskeran jókst, heldur fjölgaði einnig gróðurliúsum,
sem þessi ræktun var stuuduð í, vegna nýbygginga. Á
tímahili var framboð fullmikið bæði á tómötum og
gúrkum, því að erfitt er að hafa stjórn á þroskuninni, en
þegar á heildarútkomuna er litið, var hún með betra
móti, og garðvrkjumenn fengu mun hærra verð heim
en árið 1969, enda veitir ekki af, því að reksturskostn-
aður hefur aukizt hröðum skrefum liin síðari ár. Margir
neytendur kvarta vfir liáu verði bæði á gúrkum og tóm-
ötum, þó sér í lagi á tómötum. 1 þessu sambandi þykir
rétt að geta þess, að liver fermetri í gróðurhúsi, sem
byggt er nú, kostar kr. 2500—3000 fullfrágenginn og til-
búinn til ræktunar. Hitinn er að vísu ódýr, en hann
fæst samt ekki ókeypis eins og margir hyggja. 1 Hvera-
gerði t. d. er árlegur kostnaður við upphitun á m2
um 50 kr.
Mikið af rekstrarvörum verður að kaupa erlendis frá,
og eru flestar þeirra liátt tollaðar og því dýrar liingað
komnar. Rekstursaðstaða gróðurhúsabænda er því síður
en svo hagstæð.
Gróðurliúsaafurðir eru ekki niðurgreiddar eins og
margar aðrar neyzluvörur landhúnaðarins. Þetta ætti
því neytandinn að liafa hugfast, er hann fellir sinn dóm,
og eins hitt, að álagning þeirra, sem rétta vöruna í hend-
ur neytandans, er um 45%. Er það óneytanlega nokkuð,
a. m. k. þegar gúrkur eiga í lilut, sem koma í verzlanir
fulltilhúnar og pakkaðar, og þarf því ekki annað en
rétta þær yfir afgreiðsluborðið. I þessu sambandi skal
þó viðurkennt, að unnt væri að framleiða ódýrari gróð-
5