Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 185
BÚNAÐARÞING
179
að teljast að skylcla mjög ung böm til langrar dvalar í
heimavistarskólnm, sem nú er algengasta skólaformið í
strjálbýli landsins.
Því telur Búnaðarþing nauðsynlegt, að meiri sveigjan-
leiki sé í skólakerfinu, hvað viðvíkur lengd skólaársins,
þannig að í skólaliverfum, þar sem meiri hluti íbúa
stundar landhúnað, liafi skólnefndir heimild til að
ákveða:
a) að árlega skólaskyldu á aldursbilinu 9—16 ára megi
stytta allt niður í 7 mánuði.
b) að árlega skólaskyldu 7 og 8 ára harna megi stytta
allt niður í tvo mánuði, t. d. í formi mánaðarnám-
skeiða haust og vor.
Á hinn bóginn leggur þingið megináherzlu á, að unnt
verði að nýta sem bezt vetrarmánuðina þ. e. tímabilið
október—apríl til kennslu, og að það hópskiptafyrir-
komulag, sem nú er algengast í skólahverfum sveitanna,
hverfi úr sögunni.
í greinum 69—72, sem fjalla um skipan í hekkjar-
deildir, er gert ráð fyrir, að um mikla samkennslu geti
verið að ræða, 4 árganga í bekkjardeild eða jafnvel fleiri.
Slíkt fyrirkomulag er með öllu óviðunandi, og ættu helzt
ahlrei að vera meira en 2 árgangar í deild. Til þess að
slíkt sé unnt í mörgum, jafnvel flestum skólahverfum
dreifbýlisins, er nauðsynlegt, að þau ákvæði grunnskóla-
frumvarpsins, sem kveða á tim rétt skóla til kennslu-
magns í hlutfalli við nemendafjölda, séu til muna rýmri
heldur en frumvarpið gerir ráð fyrir sbr. 30. grein.
Einnig þarf að taka fyllsta tillit til þarfa heimavistar-
skólanna fyrir annað starfslið við gæzlu og handleiðslu
nemendanna, en um það er ekki að finna nein ákvæði í
frumvarpinu.
Þá virðist einsýnt, að fullri framkvæmd gnumskóla-
laganna, eins og þau eru fyrirhuguð í frumvarpinu, muni
leiða mjög aukin útgjöld bæði fyrir sveitarfélögin svo og
einstök heimili sveitanna. Jafnframt muni aukast sá út-