Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 269
LAN DBÚNAÐU RINN
263
reisa bændaskóla a Siiðnrlaudi. Það þarf líka að koma
upp fullkominni kennsludeild í búvísindum við Háskóla
íslands. Það færi betur á því, að sérfræðingar við land-
búnaðarstofnanir í liöfuðstaðnum kenndu sérgrein sína
við slika deild, en þeir séu að kenna við ýmsa skóla
alls konar náttúrufræðilegar greinar eins og nú viðgengst.
Einnig þarf stöðugt að styrkja hæfa menn til landbún-
aðarnáms erlendis.
Efnahagur bænda er erfiður, þótt þjóðarliagur liafi
glæðzt mjög á nýliðnu ári. Tveir liöfuðþættir valda fjár-
hagsörðugleikum bænda. 1 fyrsta lagi, live alltaf gengur
illa að ná þeim tekjum, sem bændum ber lögum sam-
kvæmt, gegnum verðlag búvöruframleiðslunuar, og í öðru
lagi hið kalda árferði undanfariuna ára.
Ársskýrsla Búreikningastofu landbúnaðarins 1969 kom
út sl. haust. Þetta er skýrsla, sem gefur hverjum bónda
og öðrum, sem láta sig bag bænda einliverju skipta,
ómetanlegar upplýsingar.
Aðaluppgjör Búreikningastofunnar nær til 129 bú-
reikninga frá bændum, sein stunda nær eingöngu naut-
griparækt og/eða sauðfjárrækt. Meðalstærð þessara búa
var 428 ærgildi. Sleppt var úr uppgjöri öllum félagsbú-
um og búum, þar sem bóndinn hafði ineira en kr. 100.000
í tekjur utan bús eða af aukabúgreinum. Meðalf jölskyldu-
laun þessara 129 bænda reyndust aðeins 192 þúsund krón-
ur og þar af 171 þúsund af landbúnaði. Sama ár voru
tekjur viðiniðunarstéttanna, þ. e. sjómanna, iðnaðar-
manna og verkamanna, kr. 272 þúsund. Sýnir þetta, að
fjölskyldulaun bænda voru kr. 80 þúsund lægri en við-
iniðunarstéttanna. Tekjunninurinn er þó raunverulega
enn meiri, sérstaklega vegna þess, að í lannum viðmið-
unarstéttanna eru ekki launatekjur eiginkvenna, en í
fjölskyldutekjum bænda eru innifalin laun húsmæðra og
barna. í öðru lagi eru vextir af eigin fé bænda innifaldir
í launatekjuin fjölskyldunnar. Séu vextir reiknaðir 6,5%,
J)á eru fjölskvldulaun á bónda að meðaltali aðeins kr. 142