Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 91
SKYRSLUR STARFSMANNA
85
fóður var notað votliey á Hvanneyri, en þnrrhey í Laug-
ardælum. Auk þess var í fyrra vetur á vegum Tilrauna-
stöðvarinnar í Laugardælum gerð tilraun með notkun
grasköggla í stað heyfóðurs að nokkru leyti. Tilrauna-
áætlun sú, sem verið er að framkvæma í vetur á Galta-
læk er notuð, lítið breytt, við tilraun í Laugardælum á
þessum vetri. Bragi Líndal Ólafsson, sérfræðingur hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, hefur skipulagt og
haft umsjón með tilraununum á Galtalæk og þeim athug-
unum, sem gerðar voru á Hvanneyri og í Laugardælum á
vegum þeirrar stofnunar. Mim liann kynna þessa nýju
starfsemi Rannsóknastofnunarinnar í Frey á næstunni.
Hefur þar margt verið gert á skömmum tíma, en þó
vantar enn tilfinnanlega aðstöðu til fóðrunartilrauna á
kálfum.
Holdanautgriparœkt. f árslok voru á Hvanneyri 42
holdanautgripir. Af þeim voru 17 fullorðnar kýr, 2 kvígur
og 3 naut fædd 1969, 12 kvígukálfar og 7 nautkálfar fædd-
ir 1970 og 1 naut fætt 1968. Nautið frá Gunnarsholti
(Dunkur), sem getið er í síðustu starfsskýrslu, var flutt
á Nautastöðina í haust, er leið. Engar fóðrunarathuganir
voru gerðar á árinu, þar sem geldneyti vantaði til þess.
Mikill árangur liefur náðst í því að gera gripina mann-
vana, þótt enn þurfi að fara að þeim með gætni. Nú í
vetur verða flestir nautkálfamir geltir og eldisathuganir
gerðar á þeim. Verður lialdið áfram að kanna, livaða
ahlur á sláturgripum lientar bezt fyrir neytendur og
haft sainhand við hótelstjóra og bryta á Hótel Sögu í því
sambandi.
Ymis mál. Áfram var unnið að því að undirbúa könn-
un á notkun skýrsluvéla við uppgjör á skýrslum naut-
griparæktarfélaga, en gekk hægar en til stóð. Þó hefur
nú verið gengið frá því, að á árinu 1971 verði skýrslur
um allt að 2000 kýr gerðar upp á þann liátt, og mun
Magnús B. Jónsson, ráðunautur Bsb. Suðurlands, sjá um
það fyrir liönd félagsins.