Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 265
LANDBÚNAÐURINN
259
Sérstaklega mikið var flutt iun af sláttuvélum, aðallega
þyrilsláttuvélum, og sjálfhleðsluvögnum, sem ýmsir lialda,
að leysi allan vanda við liirðingu heyja, en enn er of
lítil reynsla á þessum tækjum, einkum viðhaldi þeirra,
til þess að liægt sé að dæma um framtíðargildi þeirra.
FramtíSarviShorf. Því miður ber ýmsa skugga á fram-
tíð landbúnaðarins og bændastéttarinnar, þótt vel gangi
á mörgum sviðum. Mikilvæg vandamál bíða tirlausnar.
Slíkt er engin nýjung, því hver tími liefur ávallt sín
vandamál, og þau eru til þess að sigrast á þeim. Bændum
hefur tekizt að sigrast á mörgum vanda og vona ég, að
svo verði enn.
Vandamálin, sem við blasa, eru bæði fagleg og fjár-
hagsleg. Skal fyrst sntiið að hinum faglegu vandamálum.
Þau eru mörg, og verður aðeins drepið á fá þeirra.
Ekkert hefur ógnað eins afkomu bænda á undanförn-
um árum og grasbresturinn á túnum. Að slíkt kæini fyrir,
hefði enginn trúað fyrir 6—8 árum. Kalið er aðalorsök
grasbrestsins, en þótt tún liafi verið ókalin, þá liafa þau
víða sprottið illa undanfarin ár. Höfuðorsök þess er að
sjálfsögðu hið kalda tíðarfar, sem einkennt hefur síðustu
6 árin, en fleira kemur án efa til, sem dregið hefur úr
mótstöðu gróðursins og sprettu á ýmsum túnum. Má þar
nefna ófullnægjandi framræslu, ólieppilega valin rækt-
tmarlönd, of mikla notkun tilbúins áburðar og í röngum
hlutföllum, kalkskort, óþolnar grastegundir og afbrigði
og ofnotkun landsins bæði til beitar og sláttar.
Bændur gera að sjálfsögðu kröfu til búvísindamanna
þeirra, sem vinna í þágu landbúnaðarins, að leysa þessi
vandamál og gefa þau ráð, sem að gagni komi, en finnst
þeir hafi of fátt til málanna að leggja, þótt þeir hafi
margt vel gert á undanförnum árurn.
Fyrir ári gat ég þess, að landbúnaðarráðherra hefði í
ágúst 1969 skipað 7 menn úr liópi færustu sérfræðinga
þjóðarinnar í jarðrækt, til að gera tillögur um ráð gegn
kalvandamálinu. Nefnd þessi var kölluð Kalnefnd, og