Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 254
248
BÚNAÐARRIT
Vppskera og jarSargróði. Heyfengur umreiknaður í
þurrhey varð 2.431.238 m3 eða 7.3% minni en 1969. Var
hann minni að vöxtum en nokkru sinni fyrr um alllangt
árabil. Aðeins í Skaftafellssýslum og Suður-Múlasýslu var
lieyfengur yfir meðallagi. En um allt land eru liey óvenju
góð, bæði vel verkuð og víða slegin áður en grös trén-
uðu, svo að fóðurgildi í hverju kg lieys er nú víðast hvar
óvenju mikið. Munar mestu á lieygæðum miðað við árið
1969 á Suður- og Vesturlandi og á vestanverðu Norður-
landi. Mun víða ekki þurfa nema 1,7—1,8 kg af töðu í
í hverja fóðureiningu. Taðan er nú sérstaklega eggja-
hvítuauðug, svo að nú þarf ekki eggjahvítuauðugan fóður-
bæti, til þess að bæta hana upp, heldur þarf fyrst og
freinst að nota kjarnfóður til heysparnaðar, hæði með
beit og á innistöðu, bæði handa sauðfé og nautgripum,
til þess að takast megi að treina lieyin fram í gróður á
næsta vori. Geigvænlegastur uppskerubrestur varð í þeim
sveitum, þar sem mest var af nýkölnum túnum eins og
við Isafjarðardjúp, í Strandasýslu, á Skaga, í Vestur-
Fljótum og Fellslireppi í Skagafjarðarsýslu, í Eyjaf jarðar-
sýslu utan Akureyrar, í Fnjóskadal, Ljósavatnshreppi og
Bárðardal og víðar í Suður-Þingeyjarsýslu, í Svalbarðs-
lireppi í Norður-Þingeyjarsýslu, á nokkru svæði á Út-
Héraði, í uppsveitum Árnessýslu og nokkrum býlum í
byggðum við Faxaflóa, Breiðafjörð og í Húnavatnssýsl-
um.
GrœnfóSuruppskera varð mun minni en efni stóðu til.
Bændur fóru margir eftir leiðbeiningum ráðunautanna
og sáðu grænfóðri í stærri svæði en nokkru sinni fyrr,
einkum þó þar sem mikið kal var í túnum og á öskufalls-
svæðum. Var ýmist sáð liöfrum, rýgresi, byggi eða káli,
bæði einvörðungu eða með grasfræi. Lengi vel leit illa
út með sprettur grænfóðursins, en víðast um sunnanvert
landið og sums staðar norðanlands fékkst að lokum sæmi-
leg uppskera, vegna sprettu í septemher og október.
Margir bændur urðu þó fyrir vonbrigðum einkum þeir,