Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 256
250
BÚNAÐARRIT
að brátt myndu liggja fyrir niðurstöður um efnainnihald
öskunnar, sérstaklega live mikill iluor væri í henni. Vís-
indamenn brugðu skjótt við, bæði jarðfræðingar, líffræð-
ingar og efnafræðingar frá Háskóla Islands, Náttúrufræði-
stofnuninni, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Til-
raunastöðinni að Keldum og Rannsóknarstofnun iðnaðar-
ins, mældu útbreiðslu öskufallsins og magn og tóku sýni til
rannsóknar bæði af ösku og gróðri á nokkrum stöðum á
öskufallssvæðinu. Brátt lieyrðust raddir frá bændum um,
að féð veiktist eftir öskufallið, sérstaklega það, sem lá úti
öskufallsnóttina. Lýsti sjúkleikinn sér í lystarleysi á kjarn-
fóður og jafnvel heydeyfð og doða. Innan fárra daga
lágu einnig fyrir niðurstöður um fluorinnihald fyrstu
sýnanna af ösku og gróðri, sem raunsökuð vom. Inni-
héldu þau frá 10—15 sinnuin meiri fluor en talið er
bættulaust fyrir búfé, sem þarf að bíta mengað land að
staðaldri. Var talið, að minni mengun en 25—30 lilutar
í milljón eða milligrömm í kg þurrefnis af fluor í grasi
eða fóðri myndi ekki valda bráðri fluoreitrun. Var nú
bragðið skjótt við af öllum, sem málið varðaði, jafnt
stjórnarvöldum, leiðbeinendum og vísindamönnum. Land-
búnaðarráðherra fól Harðærisnefnd, sem starfað hafði
um þriggja ára skeið vegna fóðurskorts sl. ára, og var að
Ijúka störfum, að taka aftur til starfa og gera tillögur
til sín um ráð til úrbóta vegna öskufallsins jafnframt því
að leiðbeina bændum um, livað skynsamlegast væri talið,
til að draga úr tjóni af völdum öskufallsins. Nefndin
liéltfundi með forsvarsmönnum bænda,svo sem oddvitum,
stjórnum búnaðarsambanda, liéraðsráðunautum o. fl. á
aðalöskufallssvæðinu. Á fundum þessum mættu einnig, að
ósk Harðærisnefndar, fulltrúar þeirra vísindamanna, er
mest unnu að rannsóknum á fluormengun af völdum
gossins o. fl. Hér var lir vöndu að ráða, og mikil áhyrgð
hvíldi bæði á nefndarinönnum og vísindamönnum þeim,
sem leiðbeindu ýmist bænduin sjálfum eða nefndarmönn-
um.