Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 258
252
BÚNAÐARRIT
sem sums staðar var þó of lítil. Ærnar veiktust af fluor-
eitrun og vegna lítillar mótstöðu sakir efnaskorts í fóðri
og rýrðar, þoldu ekki eituráhrifin og drápust ýmist sjálf-
ar eða geltust upp og gátu ekki mjólkað lömbum sínum,
svo þau drápust. Þá drápust mörg lömb, er þau komu
út, af því að éta sjálfa öskuna, en unglömb, sem lengi eru
í lnísi eftir fæðingu, taka oft upp á því að éta ýmsan
óþverra, sem alla jafna er þó banvænn. Þeir bændur,
sem áttu vel fóðrað fé, og gátu haldið því á innistöðu
lengi eftir gosið, urðu yfirleitt ekki fyrir tilfinnanlegum
vanhöldum á fé sínu, og einstaka bóndi liafði sízt verri
fénaðarliöld en venjulega.
Enginn kostur var á að liýsa eða hirða mikið um stóð-
ið. Það varð að venju að beyja lífsbaráttuna án mikillar
aðstoðar frá eigendum sínum. Lán í óláni var, að liross
eru ekki eins viðkvæm fyrir fluoreitrun eins og sauöfé.
Féll því furðu fátt af lirossum, þótt ef til vill hafi askan
aukið hrossavanböld hjá stöku bónda.
Meðan þessu fór fram og ærnar liáru unnvörpum,
fénaðarhús bænda fvlltust af lönibum, og liey þurru, þá
var linnulaust unnið að efnagreiningum á grassýnum víða
að af öskusvæðunum. Vegna óliemju úrfella þvoðist
fluorinn smám saman úr öskunni og af gróðri. Er leið á
júnímánuð og bændur neyddust til að sleppa fé smám
saman af liúsi, þá var fluormengun í grasi farin að
minnka til muna, þó enn væri hún víða langt fyrir ofan
hættumörk. Var bændum þá bent á að halda kúm inni
sem lengst, til að verja þær fluoreitrun. Létu bændur á
öskusvæðunum óvíða út kýr fyrr en síðast í júní eða
eftir að komið var fram í ji'dí.
Þar sem unnt var að koma fénaði, sauðfé, geldneytum
og hrossum á ómengað land, eins og t. d. á Suðurlandi,
voru bændur livaltir til þess og þeim heitið aðstoð til
þess. Þessu var ekki til að dreifa norðanlands nema varð-
andi geldneyti, sem komið var í liagagöngu vestur á