Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 31
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
25
Iok þessarar ráðstefnu var starfsemi Búreikningastofunn-
ar kynnt og rædd, og vísast til starfsskýrslu búnaðarhag-
fræðiráðunautar um það efni.
NámskeiS um meSferS djúpfrysts nautasœSis og sœ&ing-
ar. Á árinu hélt Búnaðarfélag Islands tvö námskeið til
að kenna meðferð djúpfrysts nautasæðis og sæðingar með
því mönnum, sem starfað hafa við venjulegar sæðingar,
og sem liefja ætla störf í dreifingarstöðvum, þar sem
nota á djúpfryst nautasæði. Námskeið þessi stóðu frá 2.
til 20. marz og frá 26. október til 18. nóvember. Nám-
skeiðin undirbjuggu þeir Ólafur E. Stefánsson, nautgripa-
ræktarráðunautur, og Diðrik Jóliannsson, framkvæmda-
stjóri, í samráði við Pál A. Pálsson, yfirdýralækni. Ólafur
E. Stefánsson mun geta um í Frey, hve margir sóttu
námskeið þessi og hverjir kenndu þar. Undirritaður vill
fyrir liönd Búnaðarfélags Islands þakka ölhim, sem undir-
bjuggu, sóttu og kenndu á námskeiðum þessum, og vonar,
að þau hafi náð tilgangi.
Otgáftistarfsemi. Búnaðarfélag íslands gefur ut Búnað-
arritið, sem allir ævifélagar fá ókeypis, en ævifélagsgjald-
ið er nú kr. 500,00, einnig Frey, sem færir kaupendum
hagnýtar árstíðabundnar leiðbeiningar og ýmislegt annað
efni, og Handbók bænda, sem er nauðsynleg uppsláttar-
hók fyrir bændur og alla aðra, sem eitthvað fást við rækt-
un jarðar.
Búnaðarfélag Islands gaf út á árinu bókina Jámingar
eftir Theódór Arnbjörnsson, Ijósprentaða. Fjórði kafli
bókarinnar, Kvillar og meiSsli í hófurrt, var þó endur-
saminn af Páli A. Pálssyni, yfirdýralækni.
Búnaðarfélag Islands veitti 20 nemendum, sem stunda
nám erlendis í búvísindum við liáskóla og í mjólkurfræði,
námsstyrki á árinu.
Til framlialdsnáms í búvísindum við háskóla erlendis:
Ólafur R. Dýnnundsson, búfjárrœkt, Wales ..... kr. 15.000.-
Ólafur Guðmundsson, fóðurfræði, U.S.A.........— 15.000.-