Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 146
140
BÚNAÐARI5IT
um, sem síðan voru íluttir á bílum að búunum, festir
þar við netabúrin, sem dýrunum em ætluð til frambúð-
ar- Þetta fyrirkomulag á flutningi virðist bentugt og
gott, hvað öryggi snertir, og meðferð minkanna, því með
þessu móti verða þeir fyrir minnstu hnjaski og óþarft
er að bafa hönd á nokkru dýri.
Ég hef komið til allra þessara aðila og margsinnis til
þeirra, sem fyrst hófu rekstur sinn. Mitt verkefni er það,
að fylgjast með byggingarframkvæmdum og að farið sé
eftir þeim reglum, sem settar liafa verið um fyrirkomu-
lag og frágang, hvað öryggi snertir. Einnig hef ég af og
til litið eftir daglegum rekstri og umgengni á minkabú-
unum. Mjög befur verið vandað til alls frágangs og fyrir-
komulags minkabúanna og ekkert til sparað til að gera
þau traust og vel úr garði.
Svartbakseyðing
Alls hafa mér borizt tölur yfir 2013 svartbaka, sem
greidd hafa verið verðlaun fyrir árið 1969. Það er full-
víst, að til mín berast ekki nærri því allar tölur yfir þá
sv7artbaka, sem unnir eru með skotvopnum, bæði vegna
þess að menn eru hirðulausir um að senda þær og einnig
er mikið um það, að skotmenn gangi ekki eftir verðlaun-
um bjá oddvitum, bæjar- eða sveitarstjórum. Verðlaunin
eru aðeins kr. 20.00 fyrir livem fugl, og freista þvrí engra.
Ætla má, að töluverðan fjölda fugla mætti vinna á þenn-
an liatt, þvi að það liafa snjallar skyttur þegar sannað.
Veiðiskýrslur
Heimtur á veiðiskyrslum arið 1969 vom góðar, en kost-
aði þó, eins og oft áður, töluverða fyrirliöfn og umstang
að ná þeim saman. Það em alltaf nokkrir aðilar, og þá
oft sömu menn ár eftir ár, sem em hirðulausir um að
senda mér þessar tölur á blaði, og senda þær oft ekki
fyrr en eftir mikið þóf.