Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 108
102
BÚNAÐARRIT
sauðkinda, heldur einnig vinnustaður fjárbóndans. Það
ætti því að vera jafn sjálfsagt, að fjárbændur hefðu góð
fjárhús og góða aðstöðu við hirðingu engu síður en á
mörgum opinberum skrifstofum þykir það sjálfsagt, að
setið sé við skrifborð úr liarðviði.
Fjárrœktarfélögin 1968— 69. Greidd voru framlög til
88 félaga á árinu. Af 87 félögum, sem sendu skýrslur árið
1967—’68, sendu tvö ekki skýrslur árið 1968—’69. Þau
voru: Sf. Skógarstrandarhrepps, Snæfellsnesi, og Sf.
Nesjamaima, A.-Skaft. Þrjú ný félög, þar af tvö nýstofn-
uð og eitt endurreist, sendu skýrslur á síðast liðnu ári.
Þau voru: Sf. Önfirðinga, Sf. Stefnir, Bæjarhreppi,
Strand. og Sf. Hringur, Ásahreppi, Rangárvallasýslu.
Fjárræktarfélögum, sem sendu skýrslu, hefur fjölgað
um eitt, félagsmönnuin liefur fjölgað úr 788 í 801. Það
skal tekið fram, að sé um félagsbú að ræða, eru tald-
ir jafnmargir félagsmenn og taka þátt í félagsbúinu.
Þetta gildir bæði um árin 1967—’68 og 1968—’69. Ám
á skýrslum hefur fjölgað úr 41.380 í 45.073 eða um 3693,
og er það gleðileg þróun.
Ærfjöldi á félagsmann er nú 56,3 ær, en var 52,5 ær
1967—’68.
Afkvœmarannsóknir voru framkvæmdar og nutu fram-
lags á 9 stöðum árið 1968—’69, sjá töflu.
FJöldl Fjöldi
Fjárræktarfélag og staSur höpa áa
Mávahlíð, Borgarfirði ................................... 26 392
Hjarðarfell, Snœfellsnesi ................................ 2 27
Sf. Kirkjubólshrepps, Strandasýslu ....................... 6 78
Sf. Sléttunga, N.-Þingeyjarsýslu.......................... 3 30
Sf. Þistill, N.-Þingeyjarsýslu ........................... 2 15
Sf. Breiðdæla, S.-Múlasýslu .............................. 5 47
Sf. Mýrahrepps, A.-Skaftafellssýslu ...................... 7 170
Sf. Skriðuhrepps, Ámessýslu .............................. 5 60
Sf. Gnúpverja, Ámessýslu ................................. 5 170
Samtals 61 989