Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 261
LANDBÚNAÐURINN
255
búnaðarráðuneytisins og Bjargráðast jórnar um úrrœði og
aðstoð við bændur, ef með þyrfti. Nefndin liagaði störf-
um eins og undanfarin ár, ferðaðist um kalsvæðin, bvatti
bændur til að afla bevja, bvar sem þess væri kostur,
bæði með því að bevja sjálfir á eyðibýlum, engjum og
úthaga fjær og nær og einnig að kaupa bey, hvar sem
þau væru fáanleg.
Nefndinni var það ljóst, að lítið framboð vrði á heyi,
og því enn meiri nauðsyn en ella, að bændur björguðu
sér sem mest með eigin heyskap. Nefndin hét því að
leggja til, að veittur yrði lieyflutningastyrkur á svipaðan
hátt og undanfarin ár, ef hev vrði flutt lengri vegalengdir
en 20 km, hvort sem heysins væri aflað af bændum sjálf-
um eða kevpt, en þó yrði aldrei greiddur nema hluti
af flutningskostnaði.
Bændur í mörgum sveitum sýndu frábæran dugnað
við öflun beyja, hvar sem grastoppa var að fá, oft með
orfi og ljá á alls konar úthagaberjum lieimafyrir og á
engjum í fjarlægð, jafnvel í öðrum sýslum og í eyjum,
eins og t. d. í Hrísey og Flatev á Skjálfanda.
Allmikið magn af heyi fékkst keypt lijá bændum, sem
bafa jarðir til umráða, en eiga fáar eða engar skepnur,
einnig á tilraunastöðvum og ríkisbúum, þar sem búfjár-
rækt hefur verið lögð niður. 1 Austur-Skaftafellssýslu
var nokkurt framboð á heyi, og bændur þar sýndu þann
þegnskap að selja jafnvel meira af heyi en þeir máttu
með góðu móti missa, en kaupa kjarnfóður í staðinn.
Flestir bændur sýndu fyllstu sanngirni með því að selja
lieyin á vægu verði, og revndi Harðærisnefnd að stuðla
að því, að heyverð yrði ekki of hátt. Þó kom fyrir, að
einstaka maður seldi hev of háu verði, sérstaklega þegar
um illa verkuð hey var að ræða, sem keypt voru óséð.
Harðærisnefnd er kiumugt um, að 74 þúsund hest-
burðir af heyi hafi verið fluttir lengri vegalengd en 20
km. Greiddur var flutningsstyrkur vegna þessara hey-
flutninga að fjárhæð kr. 6.762.613,00. Þrátt fyrir þessa