Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 257
LANDBÚNAÐURINN
251
Bændur voru varbúnir að mæta þessu áfelli eftir lang-
an og gjaffelldan vetur, sem þeir urðu að mæta með
lítil og léleg hey. Fór því saman, að bændur áttu flestir
lítil liey og léleg í byrjun maí, höfðu þegar varið óhemju
fjármunum til kjamfóðurkaupa og vom að fagna vor-
komunni, er þessi ósköp dundu yfir.
Á fundum með bændum og í fjölmiðlunartækjum var
bændum á öskufallssvæðunum ráðlagt að taka sauðfé
allt á innistöðu, ef þess væri nokkur kostur, en ella lialda
því sem mest við hús og gefa því helzt fulla gjöf, svo
að það legði sig sem minnst eftir beit, þótt sumir bænd-
ur neyddust til að láta það liggja við opið vegna þröngra
og lélegra liúsa. Margir girtu féð af í náttliögum kringum
húsin.
Harðærisnefnd í umboði ríkisstjórnarinnar hét bænd-
um nokkurri aðstoð vegna óumflýjanlegs aukafóðurkostn-
aðar vegna þessara ráðstafana og skoraði á einstaklinga,
sem heylausir eða heylitlir vom orðnir, að kaupa liey,
hvar sem þau fengjust, og beindi því til búnaðarsam-
banda og sveitarstjórna að skipuleggja og standa fyrir
slíkum heykaupum og heyflutningum. Þó var vandkvæð-
um bundið að flytja liey og kjamfóður eftir vegum vegna
holklaka. Flestir bændur brugðust vel við þessum ráð-
leggingum Harðærisnefndar og leituðu einnig mjög til
dýralækna, sem veittu ómetanlega hjálp með lyfjaút-
vegun og livers konar leiðheiningum. Venjuleg doðalyf
læknuðu fjöldann af þeim ám, sem veiktust, en mikil
brögð urðu þó að vanhöldum á sauðfé, einkum þó á
lömbum. Nokkrir bændur skelltu skolleyrum við leið-
beiningum öllum og létu féð vera í öskumenguðum hög-
um, gjafalítið eða gjafalaust og án sérstakrar umliirðu.
Hjá sumum þeim bændum urðu geigvænleg vanliöld bæði
á ám og lömbum, svo jaðraði við kolfelli. Aðrir, sem
áttu magurt fé og aðeins lélegt og lítið lieyfóður, urðu
einnig fyrir mjög miklu vanhaldatjóni, þótt þeir reyndu
að hjúkra fé sínu og hirða um það eftir beztu getu,