Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 249
Landbunaðurinn 1970
Eftir Halldór Pálsson.
Árferði. Árið 1970 var óvenju kalt, en lengst af liægviðra-
samt.
Veturinn frá áramótum til sumarmála var kaldur, en
ekki illviðrasamur. Hiti var undir meðallagi alla vetrar-
mánuðina, 0,6° C í janúar, 1,8° C í febrúar, 3,7° C í
marz og 1,0° C í apríl. Úrkoma var undir meðallagi
7% í janúar, 10% í febrúar og 25% í apríl, en 28% yfir
meðallagi í marz.
Veturinn 1969—’70 byrjaði illa með fannkomu í byrj-
un nóvember, svo frosthörkum og bleytuhríðum á víxl,
6vo að víða varð þá haglaust. 1 desember gerði nokkra
liláku. og konm þá víða upp liagar. Þá lagði svell yfir
stór svæði, sem lágu víða til vors, með liinum alvarleg-
ustu afleiðingum, eins og síðar mun að vikið. 1 fyrri
hluta janúar voru frostbörkur, einkum þó á Norðaustur-
landi. Síðari hluti janúar var sæmilega hlýr, tók þá
afttir nýfallinn snjó, en hlákur voru ekki svo miklar, að
þær ynnu verulega á skammdegisgaddinum og svellunum,
sem mynduðust í desember. í lágsveitum sunnanlands
og vestan varð jörð víða alauð, og nýttist beit í viku til
hálfan mánuð um land allt og lengur sums staðar. Með
febrúar gekk aftur til snjókomu og hörkukulda, og liélzt
köld vetrarveðrátta fram í apríl. Smáblota gerði í lok
febrúar og aftur um miðjan marz, en þeir gerðu óvíða
mikið gagn, en hleyptu snjó í gadd víðast livar. Víða
voru langvarandi liagleysur og innistöður á öllum fénaði
fram í apríl, en nokkrir liagar voru þó víða um Suður-
og Suðvesturland og um vestanvert Norðurland, sem