Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 161
BÚNAÐARÞING
155
hann lézt, og er nú komið út og meira mun vera til.
Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1953.
Bjarni Bjarnason var tvíkvæntur. Fyrri kona hans
var Þorbjörg Þorkelsdóttir, trésmiðs á Eyrarbakka, síðar
í Reykjavík, Hreinssonar. Hún lézt 21. apríl 1946, 49
ára gömul. Seinni kona hans var Anna Jónsdóttir, bónda
og alþm. á Ásgautsstöðum í Flóa, Jónatanssonar.
Hann andaðist 2. ágúst 1970.“
Fulltrúar og aðrir viðstaddir risu vir sætum í virðingar-
skyni við liinn látna.
Því næst sneri forseti ræðu sinni að ýmsum málum
landbúnaðarins, sem þetta Búnaðarþing myndi fá til
meðferðar, og sagði að lokum þetta 53. Búnaðarþing
sett.
Þá tók Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, til máls
og ræddi um vandamál landbúnaðarins hin síðustu erfiðu
ár, vegna kólnandi veðurfars og þar af leiðandi kals í
túnum og talaði um þær ráðstafanir, sem gerðar hafa
verið til bjargar. ICom landbúnaðarráðherra víða við í
ræðu sinni og óskaði að lokum Búnaðarþinginu góðs
gengis í störfum sínum, en forseti þakkaði landbúnaðar-
ráðherra komuna og erindið.
Ivosnir voru í kjörbréfanefnd:
Egill Bjarnason, Snæþór Sigurbjörnsson,
Friðbert Pétursson, Teitur Björnsson.
Hjalti Gestsson,
Á 2. þingfundi sama dag bar kjörbréfanefnd fram til-
lögu um að taka gild kjörbréf allra aðalfulltrúa og vara-
manna þeirra, og var hún samþykkt með 23 samhljóða
atkvæðum. Á þessu Búnaðarþingi tóku sæti allir kjömir
aðalfulltrúar, sbr. skrá bér að framan, nema össur Guð-
bjartsson, en sæti lians skipaði varamaðurinn Grímur
Arnórsson. Á 12. þingfundi, liinn 9. marz, tilkynnti Guð-
mundur Jónasson, að liann yrði að hverfa af þinginu.