Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 200
194
BÚNAÐARRIT
Eigna og umráðaréttur yfir landinu, gögnum þess og
gæðum, er því sú kjölfesta, sem líf og afkoma íbúanna á
viðkomandi stöðum byggist á. Á eigna og umráðaréttinum
byggist einnig framþróun landbúnaðarins í bverju byggð-
arlagi.
Þetta grundvallarsjónarmið liefur þegar verið viður-
kennt gagnvart kaupstöðum og kauptúnum. Því er gjarn-
an beitt heimild til eignamáms á því landi, 6em liggur
innan marka bæja og kauptúna, ef umráðarétturinn næst
ekki á annan liátt. Sama gildir, ef óhjákvæmilegt er að
færa út takmörk þessa þéttbýlis.
Enginn eðlismunur er á þessu grandvallaratriði gagn-
vart sveitum landsins. Því ber að viðurkenna það þar,
jafnt og í þéttbýli, og stuðla eindregið að því, að þetta
sjónarmið sé viðurkennt í reynd, enda þótt það kunni
í vissum tilfelluni að takmarka á einhvem hátt athafna-
frelsi nokkurra einstaklinga.
Nú eru í gildi ýmiss konar lög, er snerta þessi mál.
Þessi lög þarf að taka til endurskoðunar og aðliæfa þau
betur ríkjandi aðstöðum, til þess að þau nái tilgangi
sínum.
Til frekari skýringar skal eftirfarandi tekið fram:
1. Sveitarfélög hafa nú forkaupsrétt á jörðum, næst á
eftir nánum skyldmennum og ábúendum leigujarða,
sem búið hafa á viðkomandi jörð í þrjú ár.
Til álita kemur að auka þennan forgangsrétt, þannig
að sveitarfélögin komi á undan leiguliðunum, þ. e.
stundum tíðkast að ábúðin er óraunhæf og aðeins sett
á svið til þess að ná forkaupsréttinum. Þá þarf að taka
til rækilegrar atliugunar, á hvem hátt megi frekast
tryggja það, að þau tilboð, sem gerð em í einstakar
fasteignir hverju sinni, og sveitarfélögunum er boðið
upp á, séu raunverulega í samræmi við þá sölu, sem
verður í reynd. Til mimu dæmi um það, að sveitar-
félögum em boðnar jarðir fyrir allt annað og hærra
verð en samið er um í raunvemleikanum. Er þetta