Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 252
246
BÚNAÐARRIT
Júlí var eindæma kaldur. Meðalhiti mánaðarins var
2,4° C undir meðaltali á öllu landinu. Marga daga og
flestar nætur var hitastig svo lágt, að gras gat ekki sprott-
ið, enda iniðaði grassprettu nauðalítið áfram í júlí. Hörku
norðaustan liret gerði 9. og 10. júlí með slyddu og snjó-
komu um norðanvert landið og mikilli snjókomu á há-
lendinu og allt suður á land, svo að alhvítt varð niður
í rætur Esju og Ármannsfells. Að öðru leyti var víða
þurrkasamt í júlí, einkum sunnan- og suðaustanlands,
svo að heyskapur gekk ágætlega, þar sem tún voru
sprottin, eins og víðast á Suðaustur- og Austurlandi. Ann-
ars staðar á landinu var aðeins hægt að slá lítinn hluta
túna í júlí vegna grasleysis, en þau tún, sem voru ó-
skemmd af kali og liöfðu ekki verið beitt um vorið og
borið hafði verið á á réttum tíma, voru þó allvíða særni-
lega sprottin fyrir júlílok. Á fáum bæjum var byrjað
að slá fyrr en um og eftir miðjan júlí og sums staðar
ekki fyrr en í ágúst.
Ágúst var hlýrri en júlí, en samt var liiti 0,8° C
undir meðallagi. Óskemmd tún og síðla áborin tóku nú
að spretta, þótt livergi yrði grasvöxtur góður nema suð-
austanlands, en frábær þurrkatíð var fram til 20. ágúst
um mikinn hluta landsins, sem gerði kleift að þurrka
hey af ljánum. Þó var óþurrkakafli á Austurlandi og
Norðausturlandi, sem tafði þar heyskap, einkum á Jökul-
dal og annars staðar, þar sem seint spratt og því seint
farið að slá. Einnig var úrfellasamt á Suður- og Vestur-
landi eftir 20. ágúst, en þá var lieyskapur vel á veg
kominn.
1 september var víða liagfelld heyskapartíð. Þótt hiti
væri undir meðallagi, var marga daga svo lilýtt, að græn-
fóður, sem lítt hafði sprottið til þessa, tók við sér, svo
að víða varð uppskera af því mun betri en á horfðist.
Um viku af september gerði þó hríð með mikilli fann-
komu á hálendi norðaustanlands, einkum á Mývatns-
öræfum. Þar varð haglítið fyrir fé um tíma.