Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 230
224
BÚNAÐARRIT
nám, ræktun og byggingar í sveitum, og rætt við ýmsa
þá aðila, sem að samningi frumvarpsins liafa unnið. Efnis-
lega telur nefndin, að frumvarpið sé til bóta og feli í
sér þýðingarmikil ákvæði, sem ætla má, að verði til efl-
ingar landbúnaðinum. Breytingartillögur nefndarinnar
miða meðal annars að því, að framlag til íbúðarbúsa-
bygginga í sveitum verði nú hið sama miðað við verðlag
og byggingarkostnað, eins og það var við setningu lag-
anna 1962. Hlýtur sú krafa að teljast eðlileg, þar sem
síaukimi kostnaður við byggingar liefur valdið ýmsum
bændum verulegum fjárhagserfiðleikum og torveldað
eðlilega uppbyggingu. Það fyrirkomulag, sem nú hefur
tíðkazt um skeið og gert er ráð fyrir, að haldist sam-
kvæmt þessu frumvarpi, að Búnaðarfélag Islands og
Landnám ríkisins annist greiðslur út á sömu framkvæmd-
ir í jarðrækt, sé óeðlileg tilhögun og valdi auknum
kostnaði. Eðlilegra virðist, að Búnaðarfélagi Islands væri
falin greiðsla á öllu framlaginu.
Með tilkomu fleiri grænfóðurverksmiðja, verður sam-
keppnin á markaðinum harðari. Verksmiðjur, sem byggð-
ar eru upp með opinberu framlagi, hafa af augljósum
ástæðum öruggari rekstrargrundvöll. Áform eru um end-
urbyggingu á verksmiðjunni í Brautarholti. Þykir því
eðlilegt, að sú aðstoð, sem frumvarpið gerir ráð fvrir,
nái einnig til þeirrar verksmiðju.
Mál nr. 53
Erindi Allsherjarnefndar um búnaSarmenntun.
Málið afgreitt með eftirfarandi álvktun, sem samþykkt
var með 24 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing 1971 samþykkir að stuðla að því, að ný-
byrjaður áttundi tugur aldarinnar verði áratugur auk-
innar menntunar bændastéttarinnar á Islandi.
Stefnt skal að því, að í lok „menntunaráratugarins“
skuli sem flestir þeir, sem hefja búskap, liafa fengið visst