Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 69
SKÝRSLU R STARFSMANNA
63
rófna, enda erfitt að henda reiður á því máli, þar eð
uppskeran er seld eftir ýmsum leiðum. Að vísu fá sölu-
samtök bænda verulegan liluta framleiðslunnar í sínar
hendur til dreifingar í verzlanir, en samt er nokkuð
um framhjásölu að ræða.
Álitið er, að gulrófnauppskera hafi verið með líku
móti og árið áður, enda eru rófur öruggari með sprettu
en aðrar matjurtir þótt tíðarfarið sé ekki sem bezt.
Verðið til framleiðenda á sumargulrófum var mjög
Iiagstætt, eins og jafnan hefur verið mörg undanfarin
ár. I uppliafi uppskerutímans, er pottarófur fóru að ber-
ast, var verðið kr. 30,00 pr. kg, og þannig hélzt það fram
undir lok ágúst, er það lækkaði í kr. 23,00. Síðan lækk-
aði verðið á ný um miðjan september í kr. 18,00 og hélzt
þannig, unz enn varð lækkun 5. október í kr. 13,00. Strax
þegar þetta liaustverð liafði verið ákveðið, dró mjög
tir framboði gulrófna, var því verðið hækkað í kr. 17,00
þrent vikum síðar, og er það þannig ennþá.
Hér er í öllum tilfellum um brúttóverð til framleið-
enda að ræða, en frá því dragast sölulaun og fastagjöld,
alls liðlega 17,5%, t. d. hjá Sölufélagi garðyrkjumanna.
Ekki verður annað sagt en, að umrætt verð á gulróf-
um verði að teljast mjög liagstætt, enda þykir mörgum
neytendum þær orðnar dýrar. Hins vegar er töluverður
tilkostnaður við ræktun þeirra, samt er hann ekki nema
hrot af þeim kostnaði, sem þarf til við ræktun á livít-
káli. Framleiðendur hvítkáls fengu þó aðeins kr. 8,00
meira fyrir livert kg af haustkáli sínu, og verðið fylgd-
ist að á sumarhvítkáli og gulrófum allt frá byrjun upp-
skerunnar og þar til í lok ágúst.
Enginn vafi leikur á því, að meðaluppskera á gulróf-
um er hér alltof lítil, hvernig sem á því stendur, að
líkindum ekki meiri en 20—25 tonn af hektara. Þannig
litkoma er allt of rýr, og verða þeir framleiðendur, sem
þannig er ástatt hjá, að keppa að því marki, að upp-