Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 99
SKYRSLUR STARFSMANNA
93
sambandssvæðinu, sem voin að' undirbúa stofnun dreif-
ingarstöðvar fyrir djúpfryst sæði vorið eftir. Dagana 21.
til 23. marz dvaldist ég á Akureyri og í Svarfaðardal,
þar sem ég reyndi að finna orsakir fvrir lélegum árangri
sæðinga með djúpfrystu sæði. Seinni hluta maímánaðar
sat ég fund með stjórn og ráðunaut S.N.E. og samdi um
kaup á 5 I. verðl. nautum. Hinn 30. júní fór ég í ferða-
lag á bifreið Nautastöðvarinnar og lieimsótti alla starf-
andi sæðingarmenn á Norður-, Austur- og Suðaustur-
landi. Leiðbeindi ég sérstaklega þeim nýliðum, sem
böfðu hafið starf. Hafði ég meðferðis flest, sem þarf
til starfsins, s. s. köfnunarefni, sæði og rekstrarvörur.
1 Keldubverfi ræddi ég við tilvonandi sæðingarmann og
Grím Jónsson, ráðunaut, uin dreifingarstöðina, sem tók
til starfa síðar í júlí. Heim kom ég úr þessari ferð 10.
júlí og liafði Iiitt að máli 19 sæðingarmenn.
Ilinn 29. október og 10. des. sat ég ásamt Ölafi E.
Stefánssyni 2 fundi á vegum Nautgriparæktardeildar
Búnaðarsambands Kjalamesþings, þar sem rædd voru
vandamál dreifingarstöðvar sambandsins og bugsanleg
notkun á djúpfrystu sæði frá Nautastöð Búuaðarfélags
Islands.
NámskeiS. 1 Reykjavík voru lialdin 2 námskeið í sæð-
ingum. Á þeim báðum annaðist ég alla verklega kennslu.
1 sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands böfðu nemendur að-
stöðu til þess að þjálfa sig á kúm, sem átti að slátra.
Meðan fyrra námskeiðið stóð yfir, var fáum kúm slátr-
að, en allir fengu þó sæmilega æfingu. Á þeim tíma,
sem baustnámskeiðið var haldið, stóð kúaslátrun sem
liæst, og var æfingaraðstaða þá ákjósanleg. Munu fáir eða
engir sæðingarmenn bér á landi hafa baft eins mikla
möguleika á að skoða líffæri kúa í þeim lifandi og eftir
slátrun. í Bændaliöllinni, þar sem námskeiðið fór fram
að öðru leyti, liafði ég verklegar æfingar í meðferð á
djúpfrystu sæði, skýrslufærslu og kenndi margt annað,