Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 231
BUNAÖARPING
225
lágmark búfræðimenntunar. Til að gera áætlun uin,
hvemig ofannefndu markmiði verði náð, kýs þingið
þriggja manna milliþinganefnd, sem skili áliti til Biin-
aðarþings 1972.
GreinargerS:
Eitt af aðaleinkennum nútímaþjóðfélags er sú niikla
áherzla, sem lögð er á menntun þegnanna, bæði almeima
og æðri menntun, svo og fagmenntun livers konar. Rökin
fyrir hinum síaukna menntunaráhuga er sú skoðun, að
efnahagsframfarir og almenn hagsæld séu í réttu lilut-
falli við menntunarástand þjóða. „Menntun er bezta fjár-
festingin“ er kjörorð dagsins. Ula menntuð þjóð mun
dragast aftur iir í kapphlaupinu til aukinnar hagsældar.
Ekki er ástæða til að efast um, að þessi skoðun sé á rök-
um reist. Sé svo, er ekki síður óliætt að fullyrða, að sama
regla gildi um stéttir þjóðfélagsins. Dragist ein stétt aftur
iir um almenna og einkum faglega menntun, þá mun
hún trauðla lialda hlut sínum í stöðugt liarðnandi bar-
áttu um skiptingu þjóðarauðsins.
Nú er ástæða til að ætla, að menntunarinál hænda-
stéttarinnar á Islandi séu ekki í því liorfi, sem viðuuandi
geti talizt. Nægir í því sambandi að benda á, að aðeins
lítill liluti þeirra ungu bænda, sem ganga iun í stéttina
árlega, liafa aflað sér nokkurrar faglegrar skólamennt-
unar. Er þannig fullvíst, að mikill hluti íslenzkrar bænda-
stéttar Iiefur lágmarksmenntun miðað við það, sem gerist
og gengur í landinu. Þetta ástand fer ekki batnandi.
Það hlýtur Jiví að vera tímabært, m. a. vegna yfirstand-
andi og fyrirhugaðra breytinga á skólakerfi, að taka nú
menntunarmál bændastéttarinnar til rækilegrar athugun-
ar með það fyrir augum, að í náinni framtíð gangi helzt
ekkert bændaefni inn í stéttina án einliverrar lágmarks
8érmenntunar. Slík breyting gerist ekki á einu ári, kann-
ski ekki á einuin áratug lieldur. Að ]>ví ber samt að
stefna.
15