Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 43
SKÝRSLUR STARFSMANNA
37
nessýslu, Biskupstungur og Hreppa, og liöfð'uni tal af
allmörguni bœndum. Dagana 5.—9. júní kom ég á flest
alla bœi á aðal öskusvæðinu í Rangárvalla-, Landmanna-,
Gnúpverja-, Hrunamanna- og Biskupstungnahreppum,
skoðaði þar túnin og ræddi við bændur. Eftir fundina
í Húnavatnssýslum fór ég nokkuð um þar og þaðan um
Skagafjörð og Fljót til Ólafsfjarðar og nokkuð um Eyja-
fjörð.
Öskufallið olli livergi verulegu tjóni á túnum, að vísu
sviðnaði nýgræðingur nokkuð í broddinn, sennilega bæði
af völdum fluoreitrunar og fyrir beina áverka, er öskuna
skóf í vindi.
Þar sem snemma var borið á öskutúnin, þótti áburður
ekki verka og jafnvel vera til tjóns. Óvíst er þó, livort
sú hefur verið raunin, því að kuldar voru miklir og úr-
komusamt mest allan maí og engin sprettutíð. Síðar
spratt sízt lakar á öskusvæðum en annars staðar. Á tveini-
tir bæjum, Skriðufelli og Ásólfsstöðum í Gnúpverja-
lireppi, var verulegur vikur á tiinum, og þó mest á
Skriöufelli. Þar var hann til verulegs skaða, og voru tún
plægð af þeim sökum. Þó spratt alls staðar furðanlega
vel upp úr vikrinum, eiimig í úthögum. Sérstaklega fór
vonum betur með 2 ára nýgræðslur í Þjórsárdal í kring-
um Búrfellsvirkjun. Þar var vikurlag uni 10 cm, en þó
fór svo að lokum, að mest af gróðrinum náði sér upp í
gegnum vikurinn. Mjög miklir skaðar hafa orðið á liög-
um frá Næfurholti og nokkrum hluta af Landmanna-
afrétti.
Kal var með allra versta móti þetta ár. Ný kalsvæði
voru að vísu ekki mjög stór, en víða var gjörkalið svipað
því sem verst var 1968. Af þeim sveitum, sem ég ferðað-
ist um, var mest kal í Vestur-Fljótum, utanverðum
Svarfaðardal, utanverðum Arnarneshreppi, framan-
verðum Hörgárdal og fremst í öxnadal. Mjög mik-
ið kal var einnig í Glæsibæjarhreppi og kringum