Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 243
BÚNAÐARÞING
237
voru nægilega nákvæm til mælingar á nythæð kúnna,
að þau lilytu viðurkenningu lijá samtökum mjólkur-
framleiðenda. Nokkrum árum síðar komu fyrstu mæli-
tækin á markaðinn, er lilutu viðurkenningu, bæði á
Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Sum þessara tækja
voru framleidd af öðrum aðilum en þeim, er framleiða
injaltavélar, og flokkuðust því í annan tollflokk en
mjaltavélar. Eitt þessara tækja — milkoscope — er fram-
leitt af Foss Electric í Danmörku og hefur hlotið viður-
kenningu allra rannsóknastofnana og samtaka mjólkur-
framleiðenda. Tækið er dýrt í innkaupum, kostar 8.907,00
krónur áður en tollar og álagning bætast við verðið. Sök-
um þess live tækið er dýrt, má búast við, að bændur,
sem liafa sett upp rörmjaltakerfi í fjósum sínum, veigri
sér við því að kaupa þetta tæki, en augljóst er, hvaða
afleiðingar það kann að hafa fyrir kynbótastarfið, ef
skýrsluliald leggst niður hjá mörgum bændum, þegar
þeir setja upp rörkerfi í fjósum sínum. Það er því
inikil nauðsyn fyrir bændur og kynbótastarfið, að þess
sé gætt við flokkun í tollflokka samkvæmt tollskrá frá
1. janúar 1971, að mjólkurmælarnir verði flokkaðir í
lægsta tollflokk, sem heimilt er, þ. e. flokk 90—24—09
eða 7% tollflokk, og jafnframt að beitt sé lægstu leyfi-
legu álagningu á mælana.
Mál nr. 56
Tillaga til þingsályktunar urn landbúnaðarsýningu. Flutt
af Þorkeli Bjarnasyni og Agnari GuSnasyni.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 23 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing felur stjóm Búnaðarfélags Islands að
leita samstarfs við þá aðila, er stóðu að undirbúningi og
framkvæmd síðustu landbúnaðarsýningar, um undirbún-
ing að landbúnaðarsýningu, sem lialdin yrði árið 1974.