Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 3
Hugleiðingar um ræktunarmál.
Eftir Steingrím Steinþórsson, búnaðarmálastjóra.
I.
Svo er almennt talið, að við eigum bókmenntum
okkar, fornum og nýjum, að þakka það að þjóð
okkar, þrátt fyrir harðrétti og erlenda kúgun, hefur
haldið tungu sinni og menningu í horfi allt frá bygg-
ingu landsins og til þessa tíma. Það mun og almennt
viðurkennt, að fornbókmenntir okkar hafi lagt
drýgstan skerf til frelsisbaráttu okkar. Að hinar sér-
stæðu bókmenntir okkar hafi, framar öllu öðru,
sannfært erlendar þjóðir um það, að liér byggi þjóð,
sem ætti rétt á að lifa sjálfstæðu lífi, og þróast sam-
kvæmt þeim lögmálum, sem hún sjálf kysi sér.
Ég bendi á þetta vegna þess, að sumir þættir i
menningu okkar hafa glatazt mjög tilfinnanlega á
undanförnum öldum. Hvergi er þetta jafn áberandi
og varðandi jarðrækt. Sigurður Sigurðsson búnaðar-
málastjóri hóf mál sitt, eða byrjaði ritgerðir sínar
oft með orðunum: „Ræktun og menning ern fglgi-
fisl;ar.“ Þetta er rétt. Ekkert þjóðfélag getur þróazt
eðlilega nema ræktunarmenning þess sé í fullu sam-
ræmi við aðra þætti þjóðlífsins.
Hvernig er ástatt í þessum efnum hjá okkur?
Hver er okkar ræktunarmenning? Hvaða arf hafa
forfeður okkar afhent okkur á því sviði? Hvernig
stöndum við gagnvarl; framtíðinni í ræktunarmáluin
10