Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 4
154
15 Ú N A Ð A R R I T
og ræklunarmenningu nú? Þessar spurningar eru
allar svo vaxnar, að rétt er að gera þeim nokkur skil.
Jarðrækt forfeðra okkar á landnáms- og söguöld
og allt fram um 1400, var að ýmsu leyti mikil og
nierkileg. íslendingar munu þá hafa staðið stéttar-
bræðrum sínum, annars staðar á Norðurlöndum,
fyllilega á sporði um flesta ])ætti jarðræktar. Tún
voru girt, land brolið og sáð í akra, á sama hátt og
þá tíðkaðist með öðrum þekktum menningarþjóð-
um. Ræktun hefur að vísu verið nokkru einhæfari
hér á landi en í nágrannalöndum okkar, vegna veðr-
áttu og sérstöðu landsins. En sá munur var lítill þá
hjá því, sem síðar varð.
Þegar kemur fram á 15. öld skiptir um aðstöðu
okkar í þessum efnum. Frændur okkar á Norður-
löndum halda í horfinu og smá þokast áfram. Jarð-
ræktinni fer fram. Að vísu hægt, og jafnvel má segja
að stundum sé alger kyrrstaða. En það, sem mestu
veldur, er, að hjá þeim verður aldrei alger brotalöm,
heldur óslitin þróun, allt frá örófi alda og til þessa
tíma.
Hér á landi fór öfugt að. Má um ræktunannenn-
ingu okkar á umliðnum öldurn segja, að íslands
óhamingju verður allt að vopni. Þegar verzlunarein-
okun og önnur áþján fór að hrjá og hrekja þessa
litlu þjóð, varð jarðræktin harðast úti. Á tiltölulega
skömmum tíma tókst að gereyða hinni fornu jarð-
ræktarmenningu þjóðarinnar. Og það á svo róttækan
hátt, að undrum sætir. Um 1700 er varla hægt að
segja, að til væri nokkuð í þessu landi, er mætti
nefna því veglega heiti: jarðrækt. Þótt margt væri
bágborið á öðrum sviðum, þá var þó hvergi eins. Bú-
fjárræktin var ekki á marga fiska. Féð féll í lirönn-
uin öll harðari ár — og meðferð öll hin hraklegasta.
En — „milli manns og hests og hunds hangir leyni-
þráður.“ Daglegar samvistir við biiféð urðu þess vald-