Búnaðarrit - 01.06.1941, Síða 5
BÚNADARRIT
155
andi, að það band slitnaði aldrei til fulls. Búfjárrækt-
in dó ekki eins og jarðræktin. Þar má því íneð rökum
henda á nokkurn veginn samfellda þróun frá land-
námi landsins. Þótt stórfelld hnignun ætti sér stað, þá
slitnaði aldrei þráður sá, er tengdi bændur við búfé
sitt, á sama hátt og samband þeirra við moldina
1-ofnaði.
Um miðbik 18. aldar var hnignun jarðræktar
orðin stórkostleg. Jón Sveinsson sýslumaður segir
1781, að girðingar túna sé þá „víðast fallnar og for-
sóinaðar“ og að túnin „liggi víðast opin og ógirt“.
Svipuð uminæli hefur Eggert Ólafsson í ferðabók
sinni. N. Mohr, sem ferðast hér um 1780—1781 til
oáttúrufræðiiðkana, getur þess sérstalclega, þegar
hann keinur að Kjörseyri i Hrútafirði, að garður hafi
'verið kringum allt túnið. Kemur það greinilega í Ijós
ol' ummælum N. Molir, að hann hefur mjög óvíða séð
gii't tún á ferðum sínum, og undrast að sjá slíkar
Oinbætur á íslandi. Ummæli Jóns Sveinssonar uin að
lónin liggi opin og ógirt, eru táknandi fyrir rækt-
nnarmenningu okkar um miðbik 18. aldar. Hin forna
Jarðræktarmenning var dauð. Þjóð, sem því nær ein-
Söngu lifði af landbúnaði, hafði tapað frumskilyrði
iil þess að gera sér frjómátt moldarinnar undirgef-
nin. Þjóðin varð þess vegna að lifa af þvi einu, sem
hsegt var að pína af landinu við gegndarlausa
bi'ælkun þess og rányrkju um margar aldir.
Þess verður að vísu að gæta, að jiessi dómur á
oldrei við um alla landsmenn. Á öllum öldum voru
Rokkrir menn, sem þekktu gildi jarðræktar og leit-
oðust við að útbreiða þekkingu á henni meðal al-
niennings. En þeir voru svo sorglega fáir á mesta
niöurlægingartímabili þjóðarinnar, að áhrifa þeirra
gœtti lítið sem ekkert. Og þess vegna er þessi dómur
1-ottur um ræktunarmenningu þjóðarinnar í heild.
Uetta er eitt þyngsta áfall, sem nokkra þjóð getur