Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 7
BÚNAÐARRIT
157
inn ráku búskap, og það oft í stórum stíl, enda sátu
I)eir oft á mestu vildisjörðum. Það er ekki fyrr en
Bni miðja 1!). öld, að bændur hefjast handa um jarð-
ræktarframkvæmdir. Og þá aðeins einstökú bændur.
cn allur þorri þeirra voru áhorfendur að eða jafnvel
fjandsamlegir þessari nýbreytni. Áhuga bænda í rækt-
nnarmálum má rekja til stofnunar Búnaðarfélags
Suðuramtsins, 1837, og síðar lireppabúnaðarfélag-
nnna. Búnaðarskólarnir höfðu mikil áhrif, þegar þeir
tóku til starfa. Verður áhrifa þeirra strax vart á milli
1880 og 1890, og þó einkum þegar dregur að alda-
niótum.
Allar umbætur voru þó mjög hægfara og í smáum
slíl lil loka 19. aldar. Þegar gaddavír fer að flytjast
til landsins skömmu eflir aldamótin, komst fyrst
slu’iður á að girða túnin. Um sama leyti er fyrst farið
að reyna tilbúinn áburð. Árin frá aldamótum og
fram að heimsstyrjöldinni 1914 eru framfaratímabil
hjá þjóðinni. Almennur áhugi vaknar um jarðrækt,
°g er þessi ár unnið meira að túngirðingum og þúfna-
slétlun, en gert hafði verið nokkru sinni fyrr. Þó var
langl frá því, að bændur sinntu ræktunarmálunum
ahnennt. Það er aðeins örlílill hluti bændastéttar-
Rinar, sem enn er að verki. Það mun láta nærri, að
fhninti hver bóndi hafi árin 1912 til 1915 komizt á
jarðabótaskýrslu. Styrjaldarárin varð mikill aftur-
hippur í öllum framkvæmdum, og fóru jarðræktar-
h'amkvæmdir ekki varhluta af þvi.
Fyrir 25 árum var komið það áleiðis að endur-
vekja jarðrækt með þjóðinni, að nálægt 20% af
hændum landsins voru þá árlega farnir að vinna
nieira og minna að ræktunarstörfum. Af eðlilegum
ástæðuin var þekking margra lítil, en allmikill áhugi
vnr að vakna meðal margra bænda um endurbætur á
jórðum sínum. Það, sem mestu máli skipti, var, að
hændur voru farnir að trúa því, margir hverjir, að