Búnaðarrit - 01.06.1941, Síða 11
BÚNAÐARRIT
161
verið gert, að þess gerist ekki þörf. Enda utan við það
efni, sem þessari ritgerð er sérstaklega ætlað að
kryfja. En þá fyrst var bændum veittur styrkur til
framkvæmda, sem nokkuð munaði um. Með þessari
löggjöf voru bændur í fyrsta sinn á raunhæfan hátt
hvattir til þess að hefjast handa um ræktun landsins.
Nú er bezt að athuga hvernig þeir tóku þeirri brýn-
ingu*
Skýrsla á bls. 162—163 tekur til fyrstu áranna, sem
jarðræktarlögin giltu. Árið 1936 er hætt að leggja
jarðabæturnar í dagsverk, eins og gert var til þess tíma.
Slíkt mat á jarðabótunum var lítils virði vegna þess,
að oft hafði verið breytt um, hversu mikið af hinum
einstöku tegundum jarðabóta skyldi leggja í dags-
verk, og vantaði því fullt samræmi milli ára.
í árslok 1935 er heildar dagsverkatalan frá seln-
ingu laganna tæpar 5 milljónir. Reiknað á sama hátt
til ársloka 1940, mundu allar jarðabælurnar neina
ca. 7,5 milljónum dagsverka. Auk þess eru svo jarða-
baetur, sem gengið hafa til landsskuldargreiðslu á
þjóð- og kirkjujörðum, sem munu nema alls ca. 200
þús. dagsverkum. Jarðræktarstyrkur greiddur til
þessara umbóta nemur til ársloka 1940 ca. 7,6 mill-
jónum króna. Þetla er hlutdeild ríkissjóðs í öllum
jarðræktarframkvæmdum, samkvæmt jarðrælctarlög-
um, þetta 15 ára tímabil.
Erfitt er að fá glöggt yfirlit um það, hvað þessar
umbætur hafa raunverulega lcostað. Þó hafa verið
gerðar tilraunir með að reikna það út á fleiri vegu.
Niðurstaðan liefur orðið sú, að ræktunarframkvæmdir
siðustu 15 ára, samkvæmt jarðræktarlögum, hafi
numið minnst 36 milljónum króna. Af þeirri upphæð
hefur ríkissjóður lagt fram ca. 7,6 milljónir. Rændur
°g aðrir ræktunarmenn hafa þá orðið að láta í té
núnnsta kosti 28,4 milljónir króna, eða að meðaltali
h ári ca. 1,9 millj. króna.