Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 16
166
BÚNAÐARRIT
Nýrækt er talin sér frá 1911. Til lfT40 nemur hún
15063,6 ha. Sé þessari tölu bætt við túnstærðina
1911, ætti túnstærðin 1940 að fást. Þetta kemur þó
ekki heim, heldur virðast túnin á þennan hátt vera
ca. 1300 ha. minni en skýrslur telja. Skýrslur um
túnstærð munu sum árin vera harla óábyggilegar.
Árin 1921 til 1928 má telja, að þau séu alltaf talin
jafnstór, að flatarmáli, þótt nýræktin þessi ár nemi
fleiri þúsund ha. En árið 1930 leiðréttir Hagstofan
þetta ósamræmi, eftir því sem föng voru til, og síðan
er f allt samræmi milli nýræktar og túnstærðar.
Þessi skýrsla um túnstærðina sýnir það, að um
aldamót er flatarmál túnanna 17—18 þús. há., en
1940 eru þau ca. 36 þús. ha. eða fyllilega tvöfalt
stærri. Rúmlega helmingur þeirra túna, sem til voru
uin aldamót, hafa verið plægð og sléltuð. Allt að 14
hluti af flatarméli túnanna 1940 hefur því annað-
hvort alls ekki verið sléttaður eða sú ræktun er síðan
fyrir aldamót. Engar þessar tölur má skoða alveg ná-
kvæmar, en þær sýna þó í stórum dráttum hvernig
áslalt er í þessum efnum nú. Þær sýna það, að mikið
er enn ógert við gömlu túnin. En þær leiða einnig í
ljós, að niikið hefur verið unnið að túnrækt undan-
farin ár. Síðan jarðræktarlögin öðluðust gildi, hafa
túnin verið stækkuð um 13—14 þús. ha.
Um áburðargeymslurnar sýnir skýrslan, að frá
aldamótum til 1940 er búið að býggja steinsteyptar
áburðargeymslur — áburðarhús og safnþrær —, er
í'úma 204 þús. rúmmetra. Áburður undan öllum
nautgripum landsins mun að rúmmáli vera nálægí
300 þús. rúmmetrum. Ætti þá síðan um aldamót að
vera búið að byggja steyptar áburðargeymslur yfir
ca. % hluta af áburði nautgripanna. Náttúrlega er
eitlhvað af þessum geymslum úr sér gengið, og eilt-
hvað notað í sambandi við salerni og fyrir bæjar-
skolp. En þar á móti kemur, að nokkuð hefur verið