Búnaðarrit - 01.06.1941, Síða 21
171
BÚNAÐARRIT
Þeir völdu grýlt og ófrjó holt af hræðslu við mýr-
arnar. En þegar loks var í það ráðizt að þurrka
mýrar og rækta þær, þá hefur oft svo farið, að fyrsta
skrefið á vegi ræktunarinnar var vanrækt.
Ég sleppi í þessu samhandi að minnast á einstök
dæmi, sem annaðhvort stafa af heimsku eða ótrú-
legu skeytingarleysi. Eins og þar, sem menn hafa
plægt og herfað mýrar, þar sem liálfgrasagróður er
allsráðandi, og sáð í slíka jörð grasfræi, án þess að
ræsa nokkuð frarn. Þvílík dæmi eru þó nokkur. Úr
slíkri jörð keinur aldrei heilgrasagróður. Þeir sem
þannig fara að, láta stjórnast af heimsku og úrræða-
leysi. Þessi dæmi eru alhnörg en þó, því betur, sárafá
ai' öllum þeim, sem við jarðrækt hafa fengizt.
En sá mikli fjöldi bænda, sem tekið hafa mýrar
til framræslu og leilazt við að ræsa þær farm sam-
vizkusamlega, þeir liafa margir orðið fyrir vonbrigð-
um. Framræslan liefur ekki reynzt fullnægjandi.
Sprella nýræktarinnar hefur þess vegna orðið rýr og
gróðurinn oft blandaður hálfgrösum. Þetta stafar að
nokkru Ieyti af þvi, hversu mjög ræktuninni hefur
verið flýtt. Landið hefur oft verið tekið til jarð-
vinnslu og fullrar ræktunar sama ár, eða árið eftir
að það var ræst. Þessi aðferð er í raun og veru
óhæf. En það gat verið réttlætanlegt meðan mest
nauðsyn var að stækka túnin, en alls ekki nú. Hér
eftir verðum við að taka upp þá sjálfsögðu reglu, að
ræsa landið nokkrum árum áður en það er plægt og
unnið að öðru leyti. Auk þess hefur svo náttúrlega
oft verið of langt milli skurða og lokræsa, svo að
landið hefur aldrei getað þornað nægilega.
Þessi mistök um framræslu landsins eiga við eðli-
leg rök að styðjast. Engin vélknúin tæki hafa verið
notuð við gerð skurða og lokræsa. Þar hefur ein-
göngu orðið að notast við spaðann og kvíslina. Fram-
ræsla hefur verið hlutfallslega minna styrkt en jarð-