Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 22
172
BÚNAÐARRIT
vinnslan. þetta hefur allt stutl að því, að bændur
hliðruðu sér hjá því að þurrka túnstæðið nægilega.
Eg get ekki rætt þetta mál nánara hér. En ég vil
endurtaka það og slá því föstu, að algengust vöntun
og alvarlegust mistök við ræktunarframkvæmdir síð-
ustu ára, er léleg framræsla, svo og að landið er oft-
ast lekið allt of fljótt til ræktunar eftir að það hefur
verið þurrkað. Eitt allra nauðsynlégasta verkefni
varðandi landbúnað, er að leita ráða til úrbóta i
þessu efni. Ég mun siðar i þessari ritgerð minnast á
bvað ég tel að beri að gera lil þess að bæta úr þessu.
VIII.
Þótt hér að framan hafi verið á það bent, að yfir-
leitt séu tún okkar of lítið þurrkuð, þá mega þó engir
ætla, að ekki hafi margir gert vel í þessum efnum.
Svo er fyrir að þakka, að margir bændur hafa þrátt
fyrir mikla erfiðleika þurrkað túnstæði silt til fulls.
Það eru brautryðjendur í nútíma túnrækt, og ber að
þakka þeim.
Ég vil nefna hér eitt dæini, sem sýnir óvenjulegan
skilning og þekkingu á því, á hvern liátt beri að
standa að ræktunarstörfum.
Magnús bóndi Þorláksson á Blikastöðum stendur í
allra fremstu röð íslenzkra bænda um allt er að jarð-
rækt lýtur. Ég mun ekki hér skýra almennt frá starfi
hans á þessu sviði, þótt það væri maklegt, því að það
er bæði mikið og gott. En ég vil aðeins nefna eilt af
mörgu, sem hann hefur framkvæmt.
Fyrir 10—12 árum síðan tók Magnús um 30 ha. af
mýri til þurrkunar. Land þetta var venjuleg hallandi
mýri, þar sem mýrastör og brok voru ríkjandi jurtir.
Magnús ræsti landið með lokræsum og hafði 12
metra á milli þeirra. Þau munu hafa verið um 120
cm. á dýpt. Síðan hefur Magnús látið land þetta
liggja óbrotið og notað það til beitar fyrir kýr sínar.