Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 24
174
BÚNAÐARRIT
fyrirtækis nefndu stað þennan „Síberíu“. Skyldi það
gcrt í háðungarsltyni. Ég lief ekkert á móti því að
iialda því nafni hér, og mun svo verða gert. Land
þetta var svo í mesta flýti mælt og kortlagt, og
ákveðið á hvern hátt það skyldi þurrkað. Starfaði Ás-
geir L. Jónsson að því verki.
Það land, sem ákveðið var lil þurrkunar, var rúmir
100 ha. að stærð. Landið er mjög hallalítið, eins og
alls staðar í Flóanum. Þetta er mómýri, sem liggur á
hraunundirlagi. Er jarðvegsdýptin víðast frá 1 til 2
metrar. En á stöku stað koma hraunrimar því nær
upp á yfirborðið. Flóðgarðar höfðu verið byggðir á
nokkrum hluta landsins, en svæðið hafði þó eklci
verið tekið til reglulegrar áveituræktunar. Gróður-
farið var hið venjulega í Flóanum. Mýrastör var mjög
útbreidd og myndaði víða aðalgróðurinn. En þar var
þó mikið af klófífu o. 11. Vottur var af runnaplöntum
á hæstu stöðuin. Heilgrasa gætti lítið sem ekki.
Svo var til ætlazt, að landið skyldi þurrkað það
vel, að ekki þyrfti um það að bæta. Affallsskurðir
voru 2 metrar að dýpt og jafnvel meira. Varð víða að
brjóta hraunhöft upp úr botni þeirra til þess að ná
þeirri dýpt. Aðal þurrkskurðir voru lagðir ineð 70 m
millibili. Voru þeir 1,4—2,0 metrar að dýpt. Var all-
víða hraun í botni þeirra. Síðan voru þessar 70 m
breiðu spildur lokræstar. Lágu lokræsin því nær
þvert á skurðina. Voru þau liöfð 1,1 til 1,4 metrar að
dýpt. Milli þeirra voru hafðir 12—15 metrar. Öll lok-
ræsin voru linausræsi, enda yfirleilt góður jarðvegur
til þess.
Samkvæmt þessu „plani“ var verkið framkvæmt á
árunum 1935—1938. Var þá þurrkun landsins lokið.
Vinna þessi var aðallega framkvæmd á veturna,
þegar mest var atvinnuleysi. Flestir verkamennirnir
voru þessari vinnu óvanir. Sífellt var verið að skipta
um menn. Það var því að vonum, að verkið yrði dýrt