Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 25
BÚNAÐARRIT
175
í lcrónutali. Þó munu afköst í þeirri atvinnubóta-
vinnu hafa verið meiri en í nokkurri annarri atvinnu-
bótavinnu, sem framlcvæmd liefur verið hér á landi.
Ágætir verkstjórar voru alltaf við þessa vinnu, og
var verkið prýðisvel af hendi leyst. Þori ég að full-
yrða, að engin framræsluvinna hérlendis hefur verið
unnin af annarri eins va'ndvirkni. Enda þarf *ekki
annað en skoða skurðina í „Síberíu“ til þess að sann-
færast um þetta.
Nú er land þetta búið að liggja þurrkað í 3—4 ár.
Virðist það ætla að þorna ágætlega. Er ekki annað sjá-
anlegt, en að nægilega þétt hafi veiáð lokræst, þrátt
fyrir það, þótt millibil lokræsa sé meira en almennt
er talið viðunandi hér sunnanlands. Stafar það af
því, hve djúp framræslan er, en þó einlcum af því, að
opnir skurðir eru flestir grafnir niður á liraun og
einnig sunxt af lokræsuixunx. Undraverðar breytingar
eru þegar farnar að koxxia í ljós. Heilgrasagróður er
að verða allnxikill. Er sýixilegt, að „Síbería" mun á
skönxmum tima breytast í frjóa harðvellismóa, því að
jarðvegurinn er sérlega frjór og eðlisgóður.
Aldrei fyrr hefur jafnstórt laixd, hér á landi, verið
tekið til samfelldrar þurrkunar, og það framkvæmt á
jafn róttækan hátt og hér hefur verið gert. Mýra-
ræktuxxin á Vífilsstöðunx og Korpiilfsstöðum var öllu
víðáttumeiri, en þar var landið fullunnið og ræktað
jafnótt og það var þurrkað. Nýmælið hér er það, að
þurrka landið eixxs vel og gert var, og láta það síðan
liggja nokkurn tíma og lofa eðlilegum breytingum í
jarðvegi og gróðurfari að eiga sér stað.
Noklcru áður en hafizt var haxxda um ræktun ..Sí-
beríu“, var nxikið land tekið til ræktuixar við Eyrai'-
bakka, skammt frá „Síberíu“. Skilyrði öll voru mjög
svipuð. Framræsla á því landi mun hafa veriö talin
góð, eftir því senx þá tíðkaðist. Reynzlan hefur þó
leitt í ljós, að lienni er allmjög ábólavant. Skurðir og