Búnaðarrit - 01.06.1941, Side 27
BUNAÐARRIT
177
ræktunar að öðru leyti. Þetta er hættulegur mis-
skilningur, sein þarf að leiðrétta. Bændur vorir og
aðrir jarðræktarmenn verða að skilja það, að það
takmark, sem ber að stefna að, er cininilt það, að
þurrka mýrarnar sem bezt og láta þær svo liggja
óbreyfðar nokkur ár, áður en hafizt er handa um að
rælcta þær. Þess vegna bef ég af ráðnum buga spornað
við því, að farið yrði að rækta ,,Síberíu“ strax að
þurrlcun lokinni. Eg vil fá tækifæri til þess, og veita
náttúrufræðingum okkar tækifæri lil þess, að athuga
þær jarðvegs- og gróðurfarsbreytingar, sem þar
verða fyrstu árin. Steindór menntaSkólakennari og
náttúrufræðingur Steindórsson, mun athuga gróður-
farsbreytingarnar.
Eg hef aldrei verið vissari en nú um ]>að, að rétt
var að þurrka „Síberiu“. Ég óska ekki eftir, að fram-
ræsla ríkisins hefði hafizt annars staðar. Hvergi er
miklivægara, en einmitt í Flóanum, að sjá hvernig
slíkur jarðvegur tekur þurrkuninni. Eg tel ]iess vegna
þurrkun „Siberíu“ eitt merkasta nýmælið í rækt-
unarmálum síðustu ára — og bvorki óska ég eftir né
vil draga mig undan þeirri ábyrgð, að eiga mestan þátt
i því, að þar var hafizt handa.
Nafnið v,Síbería“ var í fyrstu fundið upp fyrirtæki
]æssu lil háðungar. Hin rétta Síbería, austur í Asíu,
var lengi í augum manna ímynd nokkurs konar vítis
á jörðu. Nútímarannsóknir hafa Jeitt í ljós, að nátt-
úruttuðæfi Síberíu eru því nær ótæmáhdi. Það er og
spá mín, að þurrkun „Síberíu" í Flóanum muni ieiða
það í ljós, að jarðvegsauðæfi Flóans séu geysimikil
— og þurrkun vissra svæða þar sé eitt af helztu verk-
efnum, sem þeir athafnasömu menn, sem þar búa,
ættu að snúa sér að.
X.
Hér að framan hafa verið nefnd tvö dærni ,um ný-
breylni í ræktunarmálum. Annað er um framsýnan