Búnaðarrit - 01.06.1941, Síða 28
178
BÚNAÐARRIT
og menntaðan bónda, sem tólc allstórt mýrlendi við
bæ sinn til fullrar þurrkunar, og notar landið síðan
óbylt sem bithaga fyrir búpening sinn. Hitt var um
framkvæmdir rikisins við svipað verkefni.
Ekkert er íslenzkum bændum nauðsynlegra en að
ná fullum tökum á því að rækta mýrarnar, svo að
þær geti miðlað einhverju af þeim miklu auðæfum,
sem í þeim eru fólgin. Þess eru sorglega mörg dæmin,
að mýrarræktunin hefur að einhverju leyti mis-
lieppnazt. Þau eru tiltölulega mjög fá, nýræktartúnin,
sem rælctuð eru í framræstri mýrajörð, sem hægt er
að segja, að séu nægilega vel undirbúin til ræktunar.
Jafnvel þótt framræslan sé nægilega djúp og þétt, þá
hefur landið verið tekið of l'ljótt til fullrar vinnslu.
Afleiðingin verður, að mýrarjarðvegurinn nær ekki
að rotna. Hann verður þéttur, kaldur og of súr. Þessi
jarðvegseinkenni koma síðan greinilega fram í gróðr-
inum. Hálfgrös og illgresi margs konar þroslcast á
kostnað hinna beztu fóðurgrasa. Mosi sækir í rótina.
Að fáum árum liðnum, frá því er grasfræinu var sáð,
er gróðurinn orðinn kyrkingslegur blendingur heil-
grasa og hálfgrasa. Þessum ágöllum verður að útrýma
og það sem fyrst.
Mýrar hér á landi eru mjög miklar. Af ræktanlegu
landi er mýrajarðvegur lang víðáttumestu'r. Áætlað
hefur verið, að mýrarnar íslenzku séu allt að 1 millj.
lia. að flatarmáli. Þótt allmikið af því landi verði
aldrei til ræktunar tekið, þar sem mýrar upp til
lieiða og fjalla eru óhæfar til ræktunar, vegna þess
að þær liggja ekki á byggilegum stöðum, ]iá eru það
þó geysileg flæmi í byggðum, sem má rækta, og er
nauðsynlegt að taka smátt og smátt til framræslu og
siðar til ræktunar.
Aðalræktunarland okkar í framtíðinni verða mýrar.
Þær eru að vísu misjafnar að gæðum. Er þeim stund-
um skipt í tvennt, mýrar og flóa. Flóarnir eru lélegir