Búnaðarrit - 01.06.1941, Síða 29
BÚNAÐARRIT
179
lil ræktunar. Skipting þessi er óviss og hefur ekki
þýðingu í því sambandi, sem hér er um þessi mál
talað. En yfirleitt er íslenzkur mýrajarðvegur á-
kjósanlegur til ræktunar. Hann er steinefnaríkari en
sams konar jarðvegur víðast hvar erlendis. Stafar
það af uppblásturs sandl'oki, sem herst af öræfunum
út yfir landið og staðnæmist hvað auðveldlegast í
mýrum. Mýrarnar íslenzku eru þvi mjög frjóefna-
auðugar og eðlisgóðar, þólt þær að sjálfsögðu séu
nokkuð misjafnar að gæðum.
Það er þetta land, sem framtíð íslenzks landbúnað-
ar veltur á. Efniviðurinn er eins góður og frekast er
liægt að gcra kröfur til. Við þurfum að læra að
grafa gull úr mýrunum. Með því á ég við það, að við
lærum að rækta þær á rétlan hátt, svo að hinn ótæm-
andi frjóefnaforði þeirra hreytist í verðmiklar afurðir,
hvort sem er hey, korntegundir eða garðávextir.
Dæinin sýna merkin um það, hversu frjóefna-
ríkur og auðugur mýrajarðvegurinn er, Þar sem
lækir eða gilskorningar liafa grafizt gegnurn inýrar
þornar mýrarjaðarinn umhverfis. Svo myndast á fá-
um árum valllendisræma, sem ber þróttmikinn og
kjarngóðan gróður, þótt mýrin, strax og frá dregur,
hcri öll einkenni hins vatnssjúka jarðvcgs, þar sem
aðeins kyrkingsleg hálfgrös og mosar vaxa. Náttúran
liefur sjálf myndað sýnisreiti fyrir okkur, til þess
að vekja eflirtekt á auðæfum mýranna, sem standa
okkur til hoða, ef við viljum og höfum orku til þess
að vinna á réttan hátt.
Mýrarflóarnir íslenzku, fullir af kyrrstæðu vatni,
með venjulegum mýragróðri, eru lílilsvirði þangað
til þeir hafa verið þurrlcaðir. Slíkir flóar eru aðeins
lélegur bithagi stuttan tíma árs. Ómögulegt er að
beita mjólkurkúm þar nema mjög stuttan tíma úr
sumrinu. Býli, sem á mörg hundruð ha af slíkum
mýraflóum, en hefur talsvert lcúabú, getur verið í