Búnaðarrit - 01.06.1941, Side 30
180
BÚNAÐARRIT
algerðum vandræðum með bithaga fyrir kýrnar. Al-
gengt hefur verið að nytja slíka mýrarflóa til slægna.
Það er neyð að þurfa að sækja heyskap í mýrar, þar
sem mýrarstörin er lang verðmætasta slægjujurtin,
en mikið af gróðrinum er lélegra fóður. Slíkur hey-
skapur er dauðadæmdur og á að vera ]iað.
Enda er nú svo komið, að í þeim sveitum, þar sem
stærst eru kúabú, eru hændur að verða í vandræðum
með sumarhaga fyrir kýrnar. Svo er þetta að verða
í Mosfellssveit. Þar þyrftu flest býli að hafa fram-
ræsta mýrareiti eins og Magnús á Blikastöðum. í
Eyjafirði er þetta að verða eilt mesta vandamál.
Marga eyfirzka bændur vantar sumarhaga, vegna
þess að mýrarnar eru gagnslausar lil beitar fyrir
mjólkurkýr, þegar líður á sumarið. Svipað þessu mun
ástandið vera allvíða um Suðurlandsundirlendið. Eftir
því, sem nautgriparæktin vex, verður þörfin meiri og
brýnni að þurrka mýrarnar, sumpart til þess að fá
sumarhaga fyrir kýrnar, en með það fyrir augum
sem lokatakmark, að breyta hinum gróðurlitlu mýra-
flákum í frjóa angandi töðuvelli og akra.
XI.
Um það munu ekki skiptar skoðanir, að það hefur
staðið jarðrækt okkar mjög fyrir þrifum, að ekki
hafa verið ástæður til þess að hefjast handa um rækt-
un mýranna í verulega stórum slíl. En þess var eng-
inn koslur meðan varð að handgrafa alla þurrk-
skurði til túnrælctar, og spaðinn og kvíslin voru einu
\erkfærin við framræsluna. Það er því injög að von-
um, að svo hefur farið, að bændur hafa sneitt hjá
mýrunum eins lengi og hægt var. Þeir höfðu hvorki
vinnuafla né fjármagn til þess að ráðast í framræslu
þeirra, svo verulega um munaði.
Skurðgröfur þær, sem notaðar hafa verið hér á
landi, eru ekki til þess fallnar að grafa venjulega