Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 31
BÚNAÐARRIT
181
þurrkskurði lil túnræktar. Það eru fljótandi gröfur.
Grafan grefur á undan sér, en flýtur á báti í skurði
þeim, er hún sjálf grefur. Skilyrði til þess, að
hægt sé að nota slík verkfæri, er fyrst og fremst,
að landið sé nægilega vatnsmikið, svo að vatnið í
skurðinum verði nægilega djúpt til þess að grafan
geti flotið. Skurðir þessir eru yfirleitt svo breiðir,
að ekki kemur lil mála að nota þá við venjulega
túnrækt. Þessar fljótandi skurðgröfur eiga því bezt
við, þar sem grafa þarf stóra aðalþurrltskurði eða
áveituskurði um samfelld, flatlend engjalönd. Hér
hafa slík verk verið framkvæmd á þennan hátt í
Skagafirði, Safamýri og í Ölfusforum. Undirbúning-
ur er um miklar framkvæmdir í Staðarbyggðarmýr-
um í Eyjafirði og í Mývatnssveit. Á stöðum eins og
þessum eiga slíkar vélar við, en til venjulegrar tún-
ræktar eru þær eklci notliæfar.
Til skamms tíma hafa engar hentugar skurðgröf-
ur 1‘engizt til þess að grafa venjulega slcurði í land,
sem talca á lil túnræktar. Það er fyrst nú allra síð-
ustu árin, að vélar eru að koma á markaðinn í Eng-
landi, Ameríku og víðar, sem virðast allvel til þess
fallnar. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, að vera
bér vel á verði, og vera fljótir til að reyna slíkar vél-
ar og taka þær í notkun strax og þær reynast not-
hæfar við okkar staðhætti.
Forsætisráðherra hel'nr nú, í samráði við Búnaðar-
félag íslands, ákveðið að fá slíka skurðgröfu hingað
Lil reynslu. Árni G. Eylands forstjóri annast um rit-
vegun gröl'unnar. Hún er keypt í Englandi og er
væntanleg hingað nú í vetur. Grafa þessi er af þeirri
gerð, er gengur á skriðbeltum. Er þetta allmikið bákn,
vegur allt að 8 smálestir. I vor ætti því vonandi að
íast reynsla uin það, hvernig gral'a af þessari gerð
reynist við gröft venjulegra framræsluskurða til
túnræktar.