Búnaðarrit - 01.06.1941, Side 34
184
BÚNAÐARRIT
láni til þess að greiða sinn hluta af stofnverði þeirra.
Þarf þá að efla Vélasjóð svo, að hann verði fær um
að veita slík lán. Þá þarf og i þessum kafla jarð-
ræktarlaganna að vera ákvæði um, hversu mikill
rekstrarstyrkur fengist til skurðgrafa, sem starfrækt-
ar væru af þessum félögum. Sá ræktunarstyrkur
þarf að vera allmikill. En annar jarðræktarstyrkur
yrði ekki greiddur út á vélgrafna skurði. Hins vegar
yrði haldið áfram að veita styrk á handgrafna skurði
og lokræsi á svipaðan hátt og nú tíðkast.
Með íiverri skurðgröfu þarf að vera hæfilega stór
vinnuflokkur, sem þó myndu aðeins vera fáir
menn með hverri gröfu. Gröfurnar þurfa svo að geta
unnið allan þann tíma árs, sem jörð er þýð. Þess
verður vitanlega að gæta, að skurðgröfustjórinn
kunni starf sitt vel. Það þarf að kenna mönnum að
fara með skurðgröfurnar, svo að þær verði elcki
eyðilagðar á skömmum tíma vegna illrar meðferðar,
eins og því miður eru of mörg dæmi um dráttarvélar,
sem notaðar liafa verið við jarðrækt.
Eitt atriði vil ég enn drepa á í þessu sambandi.
Það er nauðsyn, að komið verði á fót hæfilega
mörgum viðgerðarverkstæðum fyrir landbúnaðar-
vélar. Því fjölbreyttari verkfæri og vélknúin tæki
sem landhúnaðurinn tekur í sína þjónustu, þess
brýnni verður þörfin fyrir að hat'a viðgerðarverk-
slæði. Það hefur verið mjög tilfinnanlegt að undan-
förnu, að slík verkstæði skuli ekki vera til. Hey-
vinnuvélar og einföld jarðvinnslutæki eru oft í
lamasessi um mesta annatíma ársins vegna þess, að
livergi er hægt að gera við vélarnar. Ef nolckrar
jafndýrar vélar og skurðgröfur eru, yrðu teknar til
starfrækslu hér á næstu árum, yrði samhliða j)ví að
koma upp viðgerðaverkstæðuin á fleiri en einum
slað á landinu. Það má að vísu segja, að þörfin sé
brýn, jafn vel þótt slcurðgröfur bætist ekki i hóp