Búnaðarrit - 01.06.1941, Side 35
BÚNAÐARRIT
185
þeirra véla, er tilheyra landbúnaðinum, því að svo
mikil vöntun er nú á viðgerðaverkstæðuxn. Ég veit
að margir leiðandi menn í landbúnaðinum hafa séð
hvílik nauðsyn þetta er. Mér er t. d. kunnugt, að for-
sætisráðherra, sem jafnframt er landbúnaðarráð-
herra, hefur hinn mesta áhuga fyrir þessu, og telur
hann aðkallandi, að því verði hrundið í framkvæmd
sem fyrst. Ég efast því ekki um, að hér verði hafizt
handa um framkvæmdir á næstu árum.
XII.
Þetta, sem ég hef drepið á hér að framan: vonir
um, að fá nothæfar skurðgröfur til þess að þurrka
land til túnræktar, er að vísu draumur enn, sem
sumir ef til vill vilja telja loftkastala eina. Ég þykist
þó sannfærður um það, að nú séu til skurðgröfur
við okkar hæfi. Hitt er svo annað mál, hvort mögu-
legt verður að útvega þær hingað til landsins eins
og nú er ástatt um heim allan. En eins og áður er
nefnt, og Árni G. Eylands hefur skýrt frá í október-
hefti Freys 1941, er nú þegar búið að panta eina
slíka gröfu, sem vonandi kemur fyrir vorið hingað
heim.
Ég hef talið rétt að hreyfa þessu nýmæli hér, eink-
um til að henda á það, að reynist skurðgröfur þess-
ar eins og vojiir standa til, þá verðum við að taka
upp nýja starfshætti í ræktunarmálum okkar. Við
verðum algerlega að hætta því vandræða fálmi, sem
cinkennt hefur framræslustörf okkar um of að
undanförnu. Þá verður eftir ákveðnum reglum og
föstu skipulagi, að hefjast handa um þurrkun mýr-
lendis. Það er málinu fyrir beztu. að umræður hefj-
ist sem fyrst um það, hvernig skuli á þessum málum
haldið. Þess vegna hef ég hér lauslega bent á nokk-
ur atriði, varðandi væntanlegar framkvæmdir. Með
vilja hefur aðeins verið drepið á helztu atriði máls-
12