Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 36
186
BÚNAÐARRIT
ins. Fastmótaðar tillögur eiga ekki rétt á sér fyrr en
niálið hefur verið rætt af helztu ræktunarniönnum
landsins og forsvarsmönnum hænda á því sviði.
Eg vil svo að lokum draga saman í örfá atriði það
sem ég einkum vildi benda á með þessum sundur-
lausu hugleiðingum mínum um ræktunarmál okkar,
en það er þetta:
1. Að hin forna ræktunarmenning okkar kulnaði
algerlega út á mestu niðurlægingartímum þjóð-
arinnar, og er af þeim ástæðum miklu meiri
erfiðleikum háð að skapa hér haldgóða rækt-
unarmenningu aftur.
2. Að ræktunarframkvæmdir síðustu áratuga, en
þó einkum frá setningu jarðræktarlaganna,
hafa bjargað landbúnaðinum íslenzka frá auðn
og eyðileggingu, og að með því starfi hafi ís-
lenzkir bændur unnið stórvirki — mesta land-
nemastarfið síðan land bygg'ðist.
3. Að framræslu er víða mjög ábótavant, og þótt
stundum hafi verið gert of mikið úr slíku, þá
er þó brýn þörf að endurbæta framræslu á all-
miklu af nýrækt síðustu ára.
4. Að hin mesta nauðsyn ber til þess, að talca mýr-
arnar til framræslu í stórum stíl, sumpart til
þess að gera þær að góðu beitilandi, einlcum
fyrir kýr, en þó með það sem lokamark, að
breyta þeim í tún eða alcra.
5. Að nú eru allmiklar líkur til að skurðgröfur
fáist, sem henta til þess að grafa venjulega
þurrkskurði til túnræktar.
6. Lolcs er svo benl á nokkur atriði um breylta
starfshætti, ef nú heppnast að fá nothæfar
skurðgröfur til mýraþurrkunar og mýrarækt-
unar.