Búnaðarrit - 01.06.1941, Side 39
BÚNAÐARRIT
189
Strandasýsla.
Tafla A sýnir, hvaða hrútar fengu I. verðlaun í
Strandasýslu.
Margir úrvals hrútar voru sýndir í þessari sýslu,
enda fengu 30% af öllum hrútum, tveggja vetra og
eldri, er sýndir voru, I. verðlaun, og 50% önnur verð-
laun.
Engin sýning var í Bæjarhreppi en þar er fé talið
mjög vænt og vel vaxið.
Það er erfitt að segja um með nokkurri vissu
hverjir af I. verðlaunahrútunum eru beztir, vegna þess
að í mörgum hreppunum voru þeir svo jafnir að
gæðum.
í Óspakseyrarhreppi var Hermann í Gröf jafn kosta-
mesta kindin, þótt aðrir hrútar þar hel'ðu nokkuð
fram yfir hann hvað þunga snertir, einkum Hvítu-
hlíðarhrútarnir og Öngull á Krossárbakka.
Óskar á Stóra-Ejarðarhorni var bezti hrúturinn í
Fellshreppi.
I Kirkjubólshreppi og Hrófbergshreppi voru marg-
ir ágætir hrútar, t. d. Hörður á Gestsstöðum,
Freyr í Tröllatungu, Kolur í Miðdalsgröf, Hrófi í
Húsavík, Svanur og Kolur á Hólmavík, Bjartur á Víði-
dalsá, Sómi á Gilsstöðum, sá bezti í þeirra sveit,
Njörður á Geirmundarstöðum og Óðinn á Stað. Sá
síðast nefndi er óvenju efnismikil kind og svipar ein-
kennilega mikið til Border Leicester kynsins, en hann
liefur samt ekki hin allra ákjósanlegustu bakhold.
Bezti hrúturinn i Kaldrananeshreppi var Júdas í
Ivaldrananesi ,en fleiri voru þar ágætir, eins og t. d.
I. verðlaunahrútarnir í Goðdal.
Hnífill í Ófeigsfirði er sérlega vel hyggð og hold-
mikil kind og bar af hrútum í Árneshreppi.
Ivleifakynið er lang mest áberandi í Strandasýslu,
einkum þó í sveitunum sunnan Steingrimsfjarðar.
Þólt kollótta l'éð í Strandasýslu sé i daglegu tali kallað
L