Búnaðarrit - 01.06.1941, Side 60
210
BÚNAÐARRIT
Margir ágætir hrútár voru sýndir í þessari sýslu
einkum við innanvert Djúpið í Nauteyrar- og Reykjar-
íjarðarhreppum.
Yl'irleitt er vænt fé í N.-ísafjarðarsýslu, en það er
margt eigi svo holdmikið og vel vaxið sem skyldi.
Þar verður vart við flest afbrigði íslenzka fjárins.
í nyrztu hreppum sýslunnar, á Hornströndum og
í Jökulfjörðum er féð mjög ólíkt þvi, sem það er
annars staðar á landinu. Þar varðveitist enn, að
öllum líkindum lítið blandað, liið gamla íslenzlca
mjólkurfé, eins og það var áður en tekið var að
kynhæta fé hér með tilliti til kjötframleiðslu, eftir
leiðbeiningum þeirra bræðra Jóns og Hallgríms Þor-
bergssona og annara leiðbeinenda á el'tir þeim. Því
miður voru sýningar á þessu svæði ekki svo vel sótt-
ar scm skyldi, en aftur á móti var ég svo heppinn að
sjá margt fé á sumum bæjum, t. d. í Furufirði og
víðar.
Þetta fé er stórt og hrikalegt á vöxt. Fæturnir eru
háir en yfirleitt of nánir. Höfuðið langt og fremur
þunnt, hálsinn langur og þunnur. Brjóstkassinn of
þunnur, rifin of flöt, hryggurinn langur, hár og frem-
ur holdþunnur, lærin fremur holdþunn og malir
nokkuð signar.
Þetta fé er margt bjartleitt með hvítar granir.
Mjög mikið ber á mislitu fé á ])essuin slóðum, bæði
liosóltu, blesóttu, bíldóttu, golsóltu og flekkóttu.
Þarna er víða fært frá enn þann dag í dag og ærn-
ar mjólka með afbrigðum vel. Dilltar af þessu kyni
verða oft mjög vænir, en skrokkarnir bafa þó ekki
æskilega lögun. Þetta fé er mikið mörsöfnunarfé eins
og tílt er um mjólkurfé, sem lítið eða ekkert hefur
verið ræktað með tillili til holdasöfnunar.
Bezti hrúturinn, sem ég sá af þessu fé var Blá-
hrúnn Halldórs Yálssonar í Höfða í Grunnavíkur-
breppi. Sá hrútur er ágæt kind og óvenju lágfættur