Búnaðarrit - 01.06.1941, Síða 61
BÚNAÐARRIT
211
og þykkvaxinn, að vera af þessu gamla kyni. All-
margt af J)essu ganila mjólkurfé er kollótt.
Nokkuð hefur fé í Jökulfjörðum og á Hornströnd-
um, verið blandað með Þingeysku fé og Kleifafé.
Einkum hel'ur séra Jónmundur á Stað reynt þing-
eyskt fé með góðum árangri.
Við Djúpið er fé vænt og sumt allvel feitlagið.
Þar er meiri hluti fjárins hyrndur og svipar mjög
lil Húnvetnska fjárins i úlliti öllu, cnda hefur það
verið blandað Gottorpsfé, með góðum árangri t. d. á
Arngerðareyri og víðar.
Sumir bændur við Djúp eiga Kleifafé, t. d. Stur-
laugur Einarsson í Múla. Fékk hann 4 lirúta í I.
verðlaun, allt góðar kindur.
1 Súðavíkurhreppi var á sýningunni 1935, gulur
hrútur frá Jóni H. Þorbergssyni á Laxamýri, sem
þá fékk I. verðlaun. Sonur hans fékk nú I. verðlaun
og annar hrútur ættaður frá Laxamýri.
Reynist hér eins og víðar, að* fé Jóns á Laxamýri,
gefst vel, þegar það er flutt burt úr Þingeyjarsýslu,
sem er því að þakka, að það er þolið, þykkvaxið og
holdgolt, fremur en stórt og lingert söfnunarfé.
V estur-ísaf jarðarsýsla.
Tafla C. sýnir, livaða hrútar fengu I. verðlaun í
Vestur-ísaf jarðarsýslu.
Fremur fátt var um úrvalshrúta í þessari sýslu,
enda þótt fé sé þar víða sæmilega vænt. Það skortir
lioldsöfnunareiginleika, og er margt of beinabert til
þcss að fullnægja núlímakröfuin. Þetta er að nokkru
leyti auðskilið, því gæðamat á kjöti hefur aldrei
farið fram á Vestfjörðum, vestanverðum, en reynslan
sýnir, að það er fyrst og fremst gæðamatið, sem
knýr bændur, til þess að lcynbæta fé silt með tillili
til vaxtarlags og holdarfars. Ella hættir þeim um of
á að einblína á þungann á fæli, meira en á allt annað.