Búnaðarrit - 01.06.1941, Síða 64
214
BÚNAÐARRIT
gœtir hrútar, en of margir þeirra voru þó gallaðir á
vöxt og ekki nógu holdgóðir.
Mjög vænir hrútar voru sýndir, ættaðir frá Vatni
í Haukadal. Hrotti í Sælingsdalstungu er risavæn
kind, einhver sá sverasti og stærsti hrútur, sem ég
lief séð, annars staðar en í Þingeyjarsýslum, en ekki
tel ég hann að sama skapi vissan til kynbóta og
hann er vænn. Finnst mér hann of stór kind.
Dalamenn húa í landkostahéraði, og ættu að geta
kynbætt fé sitt meira en þeir hafa gert. Þótt fé þeirra
.sé nú víða vænt og afurðamikið, þyrfti það að fá
betri vöxt og meiri bakhold. Saurbæjarhreppshrút-
arnir sýna, að hægt er að ná miklum árangri í þeim
efnum út af því fé, sem lil er í sýslunni, þegar þess
cr gætt, að í Saurbænum eru minni landkostir en víða
annars staðar í sýslunni.
1 Klofningshreppi hafði verið óskað eftir hrúta-
sýningu, en þegar sýningin álti að hefjast, upplýstist
að húið væri að slátra öllum fullorðnum hrútum,
veturgömlum og eldri, nema ef til vill 2—3, sem eig-
cndur ómökuðu sig ekki með á sýningu. Þetta er
einstakt dæmi uin sveit, þar sem allstór fjárbú eru
til, og vil ég því gera þetta að umræðuefni hér. Það
er skaðleg stefna í fjárrækt, að hændur séu það
skammsýnir, að tíma ekki að eiga fullorðna hrúta,
lieldur slátra þeim öllum, vegna þess hve gott búsílag
þeir eru. Það má ekki skilja orð mín svo, að ekki
geti komið jafn væn lömb undan lamhhrút, eins og
undan þeim sama hrút, eftir að hann er orðinn
fidlorðinn. Heldur er hættan fólgin í því, að allir
lambhrútar eru með öllu óreyndir, og enginn getur
sagt um eðliskosti þeirra með nokkurri vissu.
Fjárbændur eiga að fylgja þeirri reglu, að slátra
lélegum hrútum sem yngstum, en nota all góða og
reynda hrúta sem lengst.
Ótlist hóndi of nána skyldleikarækt, ef hann geri