Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 65
BÚNAÐARRIT
215
hrútana gamla, þá á hann að hafa hrútakaup við
sveitunga sinn eða selja gamla hrútinn lil lífs.
Snæfellsness og Hnappadalssýsla.
Tafla F. sýnir, hvaða hrútar hlutu I. verðlaun í
Snæfellsness og Hnappadalssýslu.
Á sýningum þar mætti Gunnar Árnason, eins og
áður er getið, og er umsögn hans um sýningarnar á
þessa leið:
„Þrátt fyrir það, að á þrem sýningarstöðum væri
nær ófært veður, þá sýningarnar voru haldnar, voru
þær allar vel sóttar.
Á Skógarströnd er fé af Kleifakyni hreinræktað á
Vörðufelli, og hafa hrútar þaðan hreiðst lit um
nágrennið og reynzt vel, enda voru allir I. verðlauna
hrútar á Skógarstönd, og víðar, ættaðir að einhverju
leyti frá Vörðufelli.
Á vestánverðu nesinu er hezt fé á Brimilsvöllum.
Er þar hreinræktað Ivleifakyn frá Ólafsdal, og féð
smátt, en mjög frítt á allan hátt, féð er mjög skyld-
leikaræktað og hafa hrútar þaðan allir, reynzt mjög
vel við hlöndun með óskyldu fé.
f Kolbeiiísstaðahreppi sá ég þann allra bezta hrút
hyrndan, sem ég hef séð, en það er Hrani í Mýrdal.
Virtist mér mjög mikil framför vera í fjárrækt frá
því er síðasta sýningarumferð var farin, og menn
áhugasamir um fjárrækt, þrátt fyrir það ])ó að mæði-
veiki liafi gert mörgum þungar búsifjar.“