Búnaðarrit - 01.06.1941, Síða 67
B ÚNAÐARRIT 217
öllum kýreigendum sé ljós hver munur er á arðsömu
lcúnni og hinni. Reynslan sýnir, að langt er frá þvi,
að bændur geri það sem þeir geta til þess, að hafa
fullt gagn af kúm sínum. Vegna þess vil ég enn einu
sinni benda á muninn á kúnum, og jafnframt benda
á nokkur af þeim atriðum, sem orsaka hann.
Til þessa vel ég nú dæmi úr skýrslum nautgripa-
ræktarfélaganna. Ég tek þau 25 heimili, sem 1940
fengu yfir 14000 fitueiningar eftir meðalkúna. Ég
tek aðeins heimili, sem áttu fleiri en eina kú og að-
eins þau, þar sem fitumagnið er þekkt. Ég sleppi öll-
um heimilum þar sem einhverri kú hefur hlekkzt á.
Það er því sleppt mörgum ágætum kúm, t. d. er engin
úi' Mývatnssveit, því að þar var ekki gerð fitumæling
1940. Meðalnythæð í sveitinni var 1940 yfir 3400 kg,
og fitan í mjólkinni var víða mikil meðan hún var
mæld.
Kýrnar á þessum bæjum eru sýndar á töflu 1. Ég
kalla þær betri kýrnar og bæina betri bæina, og á þá
einungis við það, að á þeim eru arðsamari lcýr.
Til samanburðar við þessar kýr tek ég svo meðal-
kýr á öðrum 25 hæjum. Vel ég þá til þess þá bæi,
scm 1940 fengu fæstar fitueiningar eftir meðalkúna
á heimilinu. Kvígur eru á hvorugum bæjunum teknar
með, nema á Kluftum. Þar er ein lcviga, sem bar
fyrsta kálfi í byrjun árs 1940 höfð með í meðaltal-
inu, enda skilar hún arði, sem margar eldri kýrnar
mættu vera stoltar af. Meðalkýr þessara bæja, sem ég
hér kalla verri bæina, og kýrnar verri kýrnar, eru
sýndar á töflu II.
Betri bæina nafngreini ég. Hina merki ég með rað-
lölum.
I næsta dálki aftan við bæjaeinkennisdálkinn, er
sýnt live margar kýr eru á bænum fullmjólkandi, en
af þeim er meðaltalið tekið. Eins og sésL eru þær víð-
nst fáar, og þ\í frekar ástæða til að ætla að þeim
14