Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 68
218
BÚNADARRIT
væri látið líða svo, að eigendur þeirra fengu full not
af þeim.
Næstu þrír dálkár sýna nythæð, fitumagn mjólk-
urinnar og hve margar fitueiningar meðalkýrin hefur
gefið. Áslæða er til að benda mönnum á það, að
kýrnar á verri bæjunum eru fituminni en hinar.
Þetta ættu þeir að t'esla sér í minni, sem liafa þá trú
að saman fari, hjá sömu kú, að gefa mikla mjólk og
magra, og hugga sig við það, að stritlan sín hljóti að
hafa feita mjólk af því live hún mjólki lítið. Nú sjá
Jjeir hér meðalkýr á 25 bæjum, þar sem fer saman lítil
mjólk og mögur. Eins og á bæ nr. 1, 2, 14, 23 og v. er
mjög mögur mjólk. Að óreyndu mega þeir þvi ekki
hugga sig við það, að stritlan þeirra hafi feita mjólk,
þeir þurfa að vita J>aö eftir fleiri mælingum, áður en
þeir geta slegið því föstu.
Næslu fimm dállcarnir sýna fóðrið, sem ineðal-
kúnni er gefið inni. Þar er þó sá galli á, að matarúr-
gangur frá bænum er ekki talinn, en hann er mér
vitanlega gefinn á nokkrum bæjunum, og getur verið
gefinn á þeim fleirum. Þar sem ég veit, að hann er
gefinn, hef ég merkt við í athugasemd, og á þeim
bæjum er vetrarfóðrið vantalið, og þar með líka þeir
útreikningar, sem á því byggjast eillhvað skakkir.
Mikið er það þó ekki, en því miður er ekki hægt aö
leiðrétta það.
Til þess að fá samanburð á fóðrinu, hef ég um-
reiknað það í töðukílógrameiningar. Með því að renna
augunum yl'ir þann dálk í töflu I. og II., sést að fóðrið
sem kúnum er gefið er mjög misjafnt. Á betri bæj-
unuin er meðalkúnni hvergi gefið innan við 3200 kg
töðueiningar, en á sumum hinna „verri bæja“ nær
gjöf meðalkýrinnar ekki 2000 kg. Eigendur þeirra
lifa sýnilega enn í þeirri lieimskulegu trú, að sjálf-
sagt sé að reyna að hafa kýrnar sem flestar, þvi að
þá fái þeir mest sumargagn af þeim, og útibeitin