Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 74
224
BÚNAÐARRIT
Allt öðru máli er að gegna um hina 25 banna. Þeir
eru í tiltölulega ungum félögum, sumum nýstofnuð-
um, og um þá sem eru í eldri félögum, er varla liægt
að segja að þeir hafi tekið starf sitt alvarlega.
Ég hekl því, að óhætt sé að slá föstu, að munurinn
á arðsemi meðalkúnna á þessum tveim 25 bæja flokk-
um, eigi að töluverðu leyli rót sína að rekja til þess,
að bændurnir í öðrum flokknum hafa um lengri
tíma starfað í nautgriparæktarfélögum og þar keppt
að vissu marki, en hinir hafa nýbyrjað ó því, og
sumir varla farnir til þess enn, þó þeir að nafninu til
séu komnir í félag.
I næsta dálki fyrir aftan arðsamanburðinn er sýnt
hve margar vikur kúnuin á hverjum bæ er gefið, og í
næsta dálki þar fyrir aftan, hvert var meðaldags-
fóðrið innislöðulímann. Það kemur í Ijós að þetta er
mjög misjafnt. Betri kúnum er gefið lengur og
munar það um hálfa' aðra viku. Þetta atriði getur
verið mikilvægt, en er þó breylilegt eftir því hvenær
kýrnar bera. lig skal því ekki hér ræða frekar um
það, enda gerði ég því nokkur skil í Frey í fyrra.
Við dálkinn, er sýnir dagfóðrið, vil ég dvelja nokk-
uð, og í sambandi við hann við tvo öftustu dálkana,
er sýna hvað vetrarfóðrið hefur getað lagt til efni í
mikla mjólk, fram yfir eðlilegt viðhaldsfóður, og
livað kýrin þá hefði orðið að fá efni í með beitinni,
eða þá taka af sínuin skrokk, lil þess að geta skilað
ársnytinni.
Það er talið að meðalstór íslenzk kýr þurfi um
7 kg af töðu á dag í viðhaldsfóður, þ. e. a. s. að sú
orka er kýrin fær úr 7 kg af löðu á dag nægi til að
halda kúnni lifandi og í þeim holdum að hún hvorki
leggi af né filni. Það sem hún fær fram yfir þessi
7 kg getur hún notað til nijólkurmyndunar, ef hún
þarf ekki eitthvað af því til fóslurmyndunar. Nú þarf
kýrin mismikla næringu lil að mynda eitt ldlógram