Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 75
BÚNAÐARRIT
225
af mjólk eflir þvi hve feit mjólkin er. Til þessa hef
ég lekið tillit, og' eftir því reiknað iit hve innifóðrið
gaTi lagt til efni í mikla mjólk, þegar ætlað væri að
7 kg. á dag færi í viðhaldsfóður. Úrgangurinn, sem
gefinn er úr bænum, en ekki talinn, kemur þó hvergi
fram, og geta kýrnar á þeim bæjunum, sem gefa hann,
myndað þeim mun meira fóður inni en hér er reikn-
að, sem nemur næringargildi hans. Og með því að
líta yfir töfluna um hetri bæina, litur svo út sein
matarúrgangurinn hljóti á nokkrum þeirra ao vera
])ó nokkur. Annars eru líkur til þess, að jafnvel á
betri bæjunum þó nokkrum, sé kúnum ekki gefiö
nægjanlega fyrst eftir burðinn, meðan þær mjólka
mest, og þær leggi þvi af. En út í þetta skal ekki fariö
nánar hér en vísað lil töflu í vasaalmanaki, sem SÍS
Iiefur gefið út undanfarin ár, þar se:n ég hef sýnt
livað meðalkýr þarf mikla gjöf þegar hún mjólkar
ákveðið mjólkurmagn, og fitumagn mjólkurinnar er
þekkt. Og þó svo kunni að vera, að kýrnar á nokkr-
um af hetri bæjunum, séu vanfóðraðar fyrst eftir
burðinn, þá verður yfirleitt að lelja, að kúnum á
þeim sé gefið sæmilega, að minnsta kosti miðað við
])að, sem almennt er með íslenzkar kýr.
Alll öðru máli er að gegna með meðalkúna á verri
bæjunum. Á sumum*þeirra eru kýrnar sveltar. Á nr.
1, 17 og 18 er meðaldagsfóðrið rétt við 8 kg töðuein-
ingar á dag. Ivýrin hefur því aðeins 1 kg töðuein-
ingu á dag að meðaltali yfir veturinn til mjólkur-
myndunar, og þó ekki það, eftir að fóstrið fer að
slækka. Þetta er sveltifóður, og engin von til þess að
þrssar kýr geti sijnt eigendum sinum nokkurn arð.
Mi’vlu frekar má undrast yfir að þær skuli mjólka
nokkuð. Hér vantar kúna efni til að vinna úr, og arð-
leysið af kúabúunum er sök hóndans, en ekki kúnna.
Sama má svo segja um 12 bæi af verri bæjunum, þar
sem ekki er gefið nema á milli 8 og 10 kg á dag. Það